Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   lau 08. júní 2024 15:46
Ívan Guðjón Baldursson
Juve hlustar á tilboð í Szczesny - Di Gregorio verður aðalmarkvörður
Mynd: EPA
Ítalska stórveldið Juventus er reiðubúið til að selja pólska markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir rétta upphæð eftir að hafa keypt Michele Di Gregorio frá Monza.

Szczesny, sem er 34 ára, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Juve og hefur meðal annars verið orðaður við endurkomu til Arsenal og hin ýmsu stórlið úr sádi-arabísku deildinni.

Di Gregorio verður aðalmarkvörður Juventus á næstu leiktíð og er félagið í samningsviðræðum við Mattia Perin um að vera áfram varamarkvörður félagsins.

Perin spilaði 8 leiki á síðustu leiktíð en hann var einn af bestu markvörðum ítalska boltans áður en Juventus keypti hann frá Genoa sumarið 2018. Honum tókst aldrei að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Juve og hefur í heildina spilað 47 leiki fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner