Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   lau 08. júní 2024 17:48
Brynjar Ingi Erluson
Sækir Slot fyrrum lærisvein til Liverpool?
Mynd: EPA
Arne Slot, nýr stjóri Liverpool, er að íhuga það að fá fyrrum lærisvein sinn frá Feyenoord til félagsins en þetta kemur fram í Telegraph í dag.

Umræddur leikmaður er Yankuba Minteh sem er á mála hjá Newcastle United.

Minteh, sem er 19 ára gamall og kemur frá Gambíu, eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Feyenoord þar sem hann skoraði 11 mörk og gaf 6 stoðsendingar.

Newcastle er sagt opið fyrir því að selja hann frá félaginu í sumar og samkvæmt Telegraph er Slot áhugasamur um að fá hann til Liverpool.

Þessi ungi leikmaður getur spilað á báðum köntunum og sem sóknarsinnaður miðjumaður.

Minteh sló í gegn hjá OB í Danmörku áður en Newcastle keypti hann fyrir 7 milljónir evra á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner