Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   lau 08. júní 2024 15:24
Ívan Guðjón Baldursson
Þórdís Elva skoraði í sigri - Rosengård óstöðvandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það var nóg um að vera í skandinavíska kvennaboltanum í dag þar sem nokkrir Íslendingar komu við sögu.

Í efstu deild í Svíþjóð var Þórdís Elva Ágústsdóttir í byrjunarliði Växjö og skoraði jöfnunarmark í góðum sigri á útivelli gegn Hammarby. Vaxjö vann leikinn 1-2 og er um miðja deild, með 13 stig eftir 9 umferðir.

Ógnarsterkt lið Rosengård trónir þá enn á toppi sænsku deildarinnar eftir níunda sigurinn í röð. Liðið er með fullt hús stiga eftir þægilegan 4-0 sigur gegn Norrköping í dag.

Landsliðskonan öfluga Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Rosengard í dag.

Í efstu deild danska boltans vann Íslendingalið Bröndby mikilvægan sigur á útivelli gegn Fortuna Hjörring til að endurheimta toppsætið. Bröndby mætir því Nordsjælland í gríðarlega eftirvæntum titilslag í lokaumferðinni og mun líklegast þurfa sigur til að tryggja sér titilinn.

Kristín Dís Árnadóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir komu saman inn af bekknum á 62. mínútu í sigrinum, þegar staðan var jöfn 1-1. Lokatölur urðu 1-2 fyrir Bröndby.

Emelía Óskarsdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir sátu þá allan tímann á sitthvorum bekknum er AGF tók á móti HB Köge. Köge hafði betur eftir fjöruga sjö marka viðureign og á enn veika von um að geta hirt annað sæti deildarinnar sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Að lokum rúllaði Odense yfir Österbro í fallbaráttunni, þar sem Snædís Lilja Daníelsdóttir varði mark Österbro og fékk sjö mörk á sig á heimavelli. Snædís Lilja er fyrrum markvörður Sindra í 2. deild kvenna. Arna Þráinsdóttir var á bekknum í sigurliði Odense sem er búið að bjarga sér frá falli.

Í norska boltanum var Íris Ómarsdóttir í byrjunarliði Stabæk sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Roa. Þá tapaði toppbaráttulið Vålerenga óvænt útileik gegn Lyn, en Sædís Rún Heiðarsdóttir var ekki með.

Hammarby 1 - 2 Vaxjo
1-0. J. Blakstad ('27)
1-1 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('35)
1-2 D. Dupuy ('57)

Rosengard 4 - 0 Norrkoping

Uppsala 1 - 2 Jitex

Fortuna Hjorring 1 - 2 Brondby

AGF 3 - 4 HB Koge

Osterbro 1 - 7 Odense

Næstved 0 - 2 B93

Roa 1 - 0 Stabæk

Lyn 2 - 0 Valerenga

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner