Klukkan 17:00 hefst viðureign Leiknis og Vals í 16. umferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn fer fram á Domus Nova vellinum í Breiðholti.
Valur er á toppi deildarinnar með 33 stig fyrir leikinn á meðan Leiknir er í 7. sæti með 18 stig.
Valur er á toppi deildarinnar með 33 stig fyrir leikinn á meðan Leiknir er í 7. sæti með 18 stig.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 0 Valur
Sigurður Höskuldsson gerir fimm breytingar á byrjunarliði Leiknis frá jafnteflinu gegn Fylkir í síðustu umferð. Bjarki Aðalsteinsson, bræður Máni og Dagur Austmann eru utan hóps í dag auk þess sem Ósvald Jarl fer á bekkinn. Þá seldi Leiknir, framherjann Sævar Atla Magnússon til Lyngby í vikunni og hefur hann leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
Inn í byrjunarlið Leiknis koma þeir Árni Elvar, Gyrðir Hrafn, Loftur Páll, Hjalti Sig. og Arnór Ingi.
Heimir Guðjónsson gerir tvær breytingar á liði Vals frá sigrinum gegn KR í síðustu umferð. Johannes Vall og Almarr Ormarsson eru hvorugir í leikmannahópnum í dag. Orri Sigurður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Vall og þá fær Tryggvi Hrafn Haraldsson tækifæri í byrjunarliðinu í dag en hann skoraði sigurmark Vals gegn KR.
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
5. Daði Bærings Halldórsson
8. Árni Elvar Árnason
11. Brynjar Hlöðversson (f)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
19. Manga Escobar
20. Loftur Páll Eiríksson
24. Daníel Finns Matthíasson
26. Hjalti Sigurðsson
28. Arnór Ingi Kristinsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
13. Rasmus Christiansen
14. Guðmundur Andri Tryggvason
20. Orri Sigurður Ómarsson
Beinar textalýsingar:
17:00 Víkingur - KA
17:00 Leiknir - Valur
19:15 KR - FH
19:15 ÍA - HK
19:15 Keflavík - Fylkir
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir