Í Fossvogi hafði Víkingur, sem er að undirbúa sig undir mikilvægan leik við Malmö, betur gegn ÍA. Víkingar skoruðu þrjú mörk en gestirnir af Skaganum gáfust aldrei upp og náðu að skora tvö góð mörk.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 2 ÍA
„Ég held að allir séu bara sammála því að við séum þreyttir, búið að vera mikil törn og bara sterkt að klára þennan leik." Sagði Logi Tómasson leikmaður Víkinga eftir leikinn í dag.
„Við vorum kannski aðeins að slökkva á okkur og héldum að þetta væri komið en ÍA er sterkt og þeir hefðu alveg getað gert eitthvað meira en þetta, það er bara sterkt að við höfum náð að klára leikinn."
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hefur verið svolítið að færa Loga Tómasson framar á völlinn, bæði í dag þegar hann byrjaði á miðjunni og skoraði gott mark og svo í bikarleiknum gegn Selfoss þegar hann færði hann framar og hann setti þrennu. Er staðan framar á vellinum sem kannski hentar betur fyrir Loga?
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila á miðju í mörg ár og það er bara skemmtilegt að prófa nýjar stöður."
„Já hann ræður þessu og hann er þjálfarinn, ég spila bara þar sem ég er settur."
Nánar er rætt við Loga Tómasson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |