Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 10. október 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hefðum alltaf skrifað undir ef þetta hefði boðist fyrir fram"
Jákvætt að vera í sex liða riðli
Líst vel á dráttinn
Líst vel á dráttinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þess vegna finnst mér jákvætt að vera í sex liða riðli'
'Þess vegna finnst mér jákvætt að vera í sex liða riðli'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edin Dzeko er einn allra besti leikmaður Bosníu.
Edin Dzeko er einn allra besti leikmaður Bosníu.
Mynd: EPA
Kemur Ronaldo á Laugardalsvöll?
Kemur Ronaldo á Laugardalsvöll?
Mynd: EPA
'Strákarnir uppskáru svo mark í lokin sem þeir áttu alveg skilið'
'Strákarnir uppskáru svo mark í lokin sem þeir áttu alveg skilið'
Mynd: EPA
'Ekki bara fyrir liðið, liðsheildina og karakterinn í strákunum sem var frábær - gáfust aldrei upp, héldu áfram og spiluðu frábæran seinni hálfleik'
'Ekki bara fyrir liðið, liðsheildina og karakterinn í strákunum sem var frábær - gáfust aldrei upp, héldu áfram og spiluðu frábæran seinni hálfleik'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er jákvætt að það séu nokkur lið sem eru jöfn'
'Það er jákvætt að það séu nokkur lið sem eru jöfn'
Mynd: EPA
Í gær var dregið í undnakeppni Evrópumótsins sem fram fer sumarið 2024. Ísland (62) verður með Portúgal (9), Bosníu & Hersegóvínu (58), Lúxemborg (92), Slóvakíu (55) og Liechtenstein (196) í riðli. Innan sviga eru sæti liðanna á heimslista FIFA.

Fótbolti.net ræddi við landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson í dag.

„Mér líst bara vel á þennan drátt, held að við hefðum alltaf skrifað undir þetta ef þetta hefði boðist fyrir fram. Það voru nokkrir riðlar sem voru mjög sterkir og svo eru nokkrir sem eru viðráðanlegri fyrir lönd eins og Ísland - lönd í þessum miðjupotti sem eru á svipuðum slóðum," sagði Arnar.

„Það er hægt að líkja þessu við síðustu tvo riðla sem við höfum lent í. Fyrir EM vorum við með Frökkunum og svo var Tyrkland, Ísland og Albanía í þeim riðli. Núna síðast fyrir HM voru Þjóðverjarnir og svo Rúmenía, Norður-Makedónía og Ísland. Armenía stríddi svo okkur og fleirum í þeim riðli og Lúxemborg hefur undanfarið strítt nokkrum löndum, staðið sig vel."

„Það er jákvætt að það séu nokkur lið sem eru jöfn. Við fengum Slóvakíu úr potti 5 sem var sterkasta liðið þar, hefðum getað fengið Möltu. Það er gott að hafa aðeins fleiri lið sem eru að taka stig af hvort öðru, annars verða þetta oft úrslitaleikir strax í byrjun."


Hefði strax verið algjör úrslitaleikur
Er Arnar ánægður með hvernig leikdagarnir röðuðust?

„Já já, við vitum að þetta byrjar í mars og byrjum á tveimur útileikjum. Þetta er jákvætt eins og er núna. Segjum að ef við hefðum fengið sem dæmi Möltu í okkar riðil þá hefði þessi leikur úti í Bosníu strax nánast verið algjör úrslitaleikur. Ég er ánægður með leikjaplanið."

Leikdagarnir:
23. mars: Bosnía og Hersegóvína - Ísland
26. mars: Liechtenstein - Ísland

17. júní: Ísland - Slóvakía
20. júní: Ísland - Portúgal

8. september: Lúxemborg - Ísland
11. september: Ísland - Bosnía og Hersegóvína

13. október: Ísland - Lúxemborg
16. október: Ísland - Liechtenstein

16. nóvember: Slóvakía - Ísland
19. nóvember: Portúgal - Ísland

Þurfa ekki að pæla í að finna æfingaleiki
Er gott að Ísland sé í sex liða riðli?

„Ég veit að stærri þjóðirnar vilja vera í fimm liða riðli því þá geta þær spilað æfingaleiki þegar þær sitja hjá. Okkar reynsla undanfarið ár er að það er oft erfitt að skipuleggja æfingaleiki. Það er mikið auðveldara fyrir stærri þjóðirnar að stýra æfingaleikjum, einfaldlega af því þær eiga meiri pening til að bjóða einhverjum í leik og geta ákveðið styrkleikann á þessum æfingaleikjum. Hjá okkur hafa bara verið ákveðnir möguleikar í boði, sem við höfum þurft að taka. Það eru ekkert alltaf bestu möguleikarnir fyrir okkur og svolítil vinna í kringum það allt saman."

„Þess vegna finnst mér jákvætt að vera í sex liða riðli, þá eru allir þessir leikdagar fullir og við þurfum ekki að pæla í neinu öðru."


„Hugsa að Slóvakía og Bosnía & Hersegóvína segi það sama"
Arnar segir að í riðlinum séu lið sem geta tekið stig af hvort öðru. Hvernig metur hann möguleikana á því að enda í öðru af tveimur efstu sætunum í riðlinum og fara beint á EM?

„Við höfum alltaf sagt það og sett stefnuna á að vera búnir að taka ákveðin skref í rétta átt fyrir þessa undankeppni. Við metum okkar möguleika góða en ég hugsa að Slóvakía og Bosnía & Hersegóvína segi það sama. Ég held að þetta verði mjög opið og það að lið séu að taka stig af hvort öðru heldur riðlunum mjög lengi opnum og heldur möguleikunum opnum. Tvö, þrjú góð úrslit á réttum augnablikum geta gert gæfumuninn. Þess vegna tel ég möguleikana góða, en það breytir því ekki að þetta verður strembið. Slóvakía er fyrir ofan okkur á heimslistanum og Bosnía líka."

„Við getum líkt þessu við Þjóðadeildina núna. Við spiluðum við Ísrael og Albaníu og það voru jafnir leikir, stutt á milli í þessu og ég held að það verði áfram þannig í þessum riðli. Ég er náttúrulega ekki að tala um Portúgala, fyrir mér eru þeir langlíklegasta liðið til að fara upp úr riðlinum."


Væri skemmtilegt að mæta Ronaldo
Vonast Arnar til þess að Cristiano Ronaldo verði í liði Portúgals?

„Við viljum spila við besta portúgalska liðið sem er í boði. Ég held að Íslendingar ættu að hafa gaman af því að koma á völlinn þegar við spilum á móti liðum eins og Portúgal. Þá er ennþá skemmtilegra að hafa einn besta leikmann í heimi undanfarna tvo áratugi í liðinu. Það væri mjög skemmtilegt fyrir alla."

Margir hlutir sem gera jafnteflið mikilvægt
Hvernig meturu síðasta landsleikjaglugga?

„Ég er mjög sáttur við hann, það var mjög jákvætt að vinna fyrsta leikinn. Þar vorum við mjög 'solid' varnarlega, gáfum nánast ekkert færi á okkur. Strákarnir uppskáru svo mark í lokin sem þeir áttu alveg skilið."

„Svo var þessi leikur á móti Albaníu - sjáum t.d. með Slóvakíu, þeir voru í C-deild Þjóðadeildarinnar og enduðu í þriðja sæti síns riðils. Það verður til þess að þeir lenda í þessum potti 5. Þeir töpuðu tveimur leikjum í septemberglugganum. Þeir voru í öðru sæti í sínum riðli fyrir þann glugga, fá bara eitt stig og lenda í 3. sæti og fara niður í pott 5. Þeir eru örugglega ánægðir með dráttinn en það hefði getað farið mikið verr."

„Þetta jafntefli í Albaníu, það var rosalega mikilvægt að ná því inn. Ekki bara fyrir liðið, liðsheildina og karakterinn í strákunum sem var frábær - gáfust aldrei upp, héldu áfram og spiluðu frábæran seinni hálfleik. Þetta var líka mikilvægt upp á framtíðina, enduðum í 2. sæti í riðlinum og erum í 3. potti í gær. Við vitum af mögulegum bónus eftir rúmt ár, það er þetta umspil í gegnum Þjóðadeildina. Þetta var mikilvægt og margir hlutir sem gera þetta mikilvægt. Mikilvægast var fyrir liðið að sýna karakter og sækja úrslit einum færri."


Í leiknum þurfti Arnar að taka Jón Dag Þorsteinsson af velli þar sem Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald. Var það erfið ákvörðun?

„Það var hundleiðinlegt. Þetta var ekki það leikplan sem við lögðum upp með. Það er mitt hlutverk sem þjálfari að taka ákvörðun á þeim tímapunkti hvað við gerum. Sem þjálfari ertu búinn að hugsa þessa hluti, hvernig þú vilt höndla það að verað t.d. einum færri á móti andstæðingi eins og Albaníu og þeim leikstíl sem þeir vilja spila."

„Það var ekki erfitt en maður veit það sem fyrrum leikmaður að það er ekkert gaman að koma út af eftir svona stuttan tíma. Það var bara hluti af þessu plani B,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner