
Englendingar voru að opinbera sinn hóp fyrir HM í Katar. Hægt er að skoða hópinn með því að smella hérna.
Englendingar fóru í úrslitaleik á EM í fyrra og í undanúrslitin á HM 2018, en það er ekki búist við eins góðum árangri í Katar. Enska liðið hefur ekki verið að spila sérlega vel upp á síðkastið.
Það er áhugavert að frá HM 2018 eru ellefu leikmenn sem detta úr hópnum og koma 14 aðrir inn í staðinn.
Á meðal leikmanna sem fóru með 2018 eru Gary Cahill og Fabian Delph, sem er hættir í fótbolta, og Danny Rose, sem er félagslaus eftir að hafa yfirgefið herbúðir Watford.
Jesse Lingard, Phil Jones, Jamie Vardy, Jack Butland, Danny Welbeck, Ashley Young, Dele Alli og Ruben Loftus-Cheek fara heldur ekki til Katar.
Aaron Ramsdale, Ben White, Conor Coady, Luke Shaw, Jude Bellingham, Mason Mount, James Maddison, Kalvin Phillips, Declan Rice, Conor Gallagher, Phil Foden, Jack Grealish, Callum Wilson og Bukayo Saka koma inn í hópinn en að þessu sinni eru 26 leikmenn leyfðir í hópnum.
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband sem var gert þegar hópurinn 2018 var tilkynntur.
Athugasemdir