Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. nóvember 2022 17:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frank: Þjálfarar taka ekki alltaf bestu ákvarðanirnar
Mynd: Getty Images

Ivan Toney framherji Brentford situr eftir með sárt ennið eftir að hafa ekki verið valinn í enska landsliðið fyrir HM sem var opinberað í dag.


Toney er með átta mörk og tvær stoðsendingar í þrettán leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

„Þeir sem voru ekki valdir í dag eru svekktir, það sama má segja um Toney en svona er lífið, snýst um hversu mörg högg við fáum og getum staðið upp og haldið áfram," sagði Frank.

Frank hefur rætt við Toney eftir að það kom í ljós að hann færi ekki á HM.

„Þjálfara taka ekki alltaf bestu ákvarðanirnar, þar á meðal ég. Ég sagði þetta brosandi. Það eru allir hlutdrægir, ég lít á þetta öðruvísi en Southgate. Hann hefur gert frábæra hluti með landsliðið svo við þurfum að treysta ferlinu og valinu hans," sagði Frank.

Sjá einnig:
Toney hlýtur að fá símtal frá Heimi eftir ákvörðun Southgate


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner