Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   fim 10. nóvember 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir það hlægilegt að Maguire fari með en ekki Tomori
Harry Maguire hefur lítið spilað með Manchester United á tímabilinu.
Harry Maguire hefur lítið spilað með Manchester United á tímabilinu.
Mynd: EPA
Harry Maguire er í enska landsliðshópnum sem var valinn í dag; hópurinn sem fer á HM í Katar.

Hægt er að skoða hópinn með því að smella hérna.

Það hafa margir sett spurningamerki við það að Maguire sé í hópnum en hann hefur verið í varahlutverki hjá Man Utd á þessari leiktíð. Á síðustu leiktíð var hann mjög slakur.

Maguire er í miklu uppáhaldi hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og er þess vegna í hópnum. Charles Watts, sem skrifar fyrir vefmiðilinn Goal, segir það hlægilegt að Maguire sé í hópnum en ekki Fikayo Tomori, sem hefur spilað stórt hlutverk fyrir Ítalíumeistara AC Milan.

„Þetta er frekar hlægilegt," skrifar Watts í grein sinni. „Maguire hefur spilað illa í marga mánuði, það illa að hann fær varla að spila lengur. Southgate segist ekki velja Tammy Abraham í hópinn þar sem hann hefur ekki verið að spila vel en svo tekur hann Maguire inn. Það er fáránlegt að Tomori sé ekki að fara með."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner