
Harry Maguire er í enska landsliðshópnum sem var valinn í dag; hópurinn sem fer á HM í Katar.
Hægt er að skoða hópinn með því að smella hérna.
Hægt er að skoða hópinn með því að smella hérna.
Það hafa margir sett spurningamerki við það að Maguire sé í hópnum en hann hefur verið í varahlutverki hjá Man Utd á þessari leiktíð. Á síðustu leiktíð var hann mjög slakur.
Maguire er í miklu uppáhaldi hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og er þess vegna í hópnum. Charles Watts, sem skrifar fyrir vefmiðilinn Goal, segir það hlægilegt að Maguire sé í hópnum en ekki Fikayo Tomori, sem hefur spilað stórt hlutverk fyrir Ítalíumeistara AC Milan.
„Þetta er frekar hlægilegt," skrifar Watts í grein sinni. „Maguire hefur spilað illa í marga mánuði, það illa að hann fær varla að spila lengur. Southgate segist ekki velja Tammy Abraham í hópinn þar sem hann hefur ekki verið að spila vel en svo tekur hann Maguire inn. Það er fáránlegt að Tomori sé ekki að fara með."
Athugasemdir