Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. nóvember 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tímabilið mögulega búið hjá Justin
Justin í leik með Leicester.
Justin í leik með Leicester.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn James Justin kemur ekki til með að spila meira með Leicester á þessari leiktíð.

Frá þessum tíðindum greinir Brendan Rodgers frá á fréttamannafundi í dag.

Justin þurfti að fara meiddur af velli í 3-0 sigri Leicester gegn Newport County í deildabikarnum í gærkvöldi. Í ljós kom að hann sleit hásin og verður hann því frá í nokkra mánuði.

Það var talið að hann væri inn í myndinni þegar kom að enska landsliðshópnum fyrir HM - sem var opinberaður í dag - en hann hefði aldrei komist með til Katar vegna meiðsla.

Þetta eru ekki fyrstu erfiðu meiðslin sem Justin þarf að tækla á ferli sínum. Hann kom til baka í janúar eftir að hafa verið frá í um ár vegna krossbandaslita.

Leicester, sem er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mætir West Ham á laugardag í síðustu umferðinni fyrir HM-pásu.
Athugasemdir
banner
banner