
Fréttamaður Fótbolta.net fékk að ræða við Ólaf Pétursson, markvarðarþjálfara Íslands, á æfingasvæði liðsins í Crewe í dag.
Hann sér um að þjálfa markvarðarsveit íslenska landsliðsins og er hann búinn að vera nokkuð lengi í því.
Hann sér um að þjálfa markvarðarsveit íslenska landsliðsins og er hann búinn að vera nokkuð lengi í því.
„Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri," segir Ólafur um landsliðið.
„Við erum í góðum málum, við erum með unga og efnilega markverði sem eru að koma upp. Hér eru með okkur þrjár ungar og fleiri sem eru að banka á dyrnar sem eru enn yngri. Við erum í góðum málum."
Sandra Sigurðardóttir var í marki Íslands í leiknum gegn Belgíu í gær. Það var hennar fyrsti leikur á stórmóti.
„Hún er búin að bíða lengi eftir þessu. Ég er mjög glaður fyrir hennar hönd að hún hafi loksins fengið fyrstu mínúturnar. Hún er búin að standa sig ótrúlega vel sem aðalmarkvörður liðsins og þetta var bara áframhald af hennar frammistöðu."
Hægt er að horfa á allt viðtalið hér að ofan en þar ræðir Ólafur meðal annars um vítaspyrnuna í gær og meiðsli Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur.
Athugasemdir