banner
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
laugardagur 9. september
Lengjudeild karla
fimmtudagur 28. mars
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Barcelona W - SK Brann W - 17:45
PSG (kvenna) - Hacken W - 20:00
Vináttulandsleikur
Argentina U-16 - Cote dIvoire U-16 - 17:30
Czech Republic U-16 - Mexico U-16 - 17:30
France U-16 - Saudi Arabia U-16 - 17:30
Japan U-16 - Wales U-16 - 17:30
fös 11.sep 2020 18:00 Mynd: Aðsend
Magazine image

Úr East Grinstead Town og KR í slóvakísku úrvalsdeildina - Saga Nóa Ólafssonar

Nafnið Nói Snæhólm Ólafsson birtist stundum hér á Fótbolti.net. Nói er leikmaður sem lék aldrei meistaraflokksleik á meðan hann bjó Íslandi og við fréttaleit var ekki hægt að finna mikið um þennan 26 ára varnarmann.

Nói hefur leikið í neðri deildum Svíþjóðar á sínum ferli en nú í ágúst samdi hann við lið í efstu deild Slóvakíu og vakti það athygli fréttaritara - haft var samband við Nóa og hann var til í að svara nokkuð mörgum spurningum um sinn feril til þessa.

Nói samdi við FK Senica í Slóvakísku úrvalsdeildinni undir lok júlí. Nói lék með yngri flokkum KR og East Grinstead Town.
Nói samdi við FK Senica í Slóvakísku úrvalsdeildinni undir lok júlí. Nói lék með yngri flokkum KR og East Grinstead Town.
Mynd/@Brano_Spanka / FK Senica
Ég flakkaði svolítið á milli liða í neðri deildunum en færði mig alltaf upp um deild í hvert skipti.
Ég flakkaði svolítið á milli liða í neðri deildunum en færði mig alltaf upp um deild í hvert skipti.
Mynd/@Brano_Spanka / FK Senica
Þetta tækifæri í Slóvakíu kom óvænt upp, það er fótbolta njósnari hérna í Svíþjóð, Toni Mickiewicz sem ég hef þekkt í átta ár núna og við erum góðir vinir.
Þetta tækifæri í Slóvakíu kom óvænt upp, það er fótbolta njósnari hérna í Svíþjóð, Toni Mickiewicz sem ég hef þekkt í átta ár núna og við erum góðir vinir.
Mynd/@Brano_Spanka / FK Senica
Ég var með nokkur boð frá liðum í C- og D-deildinni en vildi frekar bíða fram á sumarið og stefna erlendis.
Ég var með nokkur boð frá liðum í C- og D-deildinni en vildi frekar bíða fram á sumarið og stefna erlendis.
Mynd/@Brano_Spanka / FK Senica
þrátt fyrir það er félagið mjög 'professional' og leggur mikinn tíma og pening í að aðstæður séu eins góðar og hægt er fyrir leikmennina.
þrátt fyrir það er félagið mjög 'professional' og leggur mikinn tíma og pening í að aðstæður séu eins góðar og hægt er fyrir leikmennina.
Mynd/@Brano_Spanka / FK Senica
Þetta félag vill byggja upp og gera stóra hluti næstu árin og mér líður rosalega vel hérna því ég hef sömu markmið.
Þetta félag vill byggja upp og gera stóra hluti næstu árin og mér líður rosalega vel hérna því ég hef sömu markmið.
Mynd/@Brano_Spanka / FK Senica
 þá lærði ég að það er ekkert svo hættulegt að flytja frá öllum vinum og fjölskyldu, maður reddar sér og lærir að sjá um sig og vera opinn fyrir að kynnast nýju fólki
þá lærði ég að það er ekkert svo hættulegt að flytja frá öllum vinum og fjölskyldu, maður reddar sér og lærir að sjá um sig og vera opinn fyrir að kynnast nýju fólki
Mynd/@Brano_Spanka / FK Senica
 Mér finnst við vera að finna taktinn núna og nýju leikmennirnir að smella saman þannig vonandi heldur það áfram og við getum gert flotta hluti í ár!
Mér finnst við vera að finna taktinn núna og nýju leikmennirnir að smella saman þannig vonandi heldur það áfram og við getum gert flotta hluti í ár!
Mynd/FK Senica
Toni er með ótrúlegt tengslanet í fótboltaheiminum og hefur unnið í mörgum skemmtilegum verkefnum með stórum nöfnum í fótboltaheiminum
Toni er með ótrúlegt tengslanet í fótboltaheiminum og hefur unnið í mörgum skemmtilegum verkefnum með stórum nöfnum í fótboltaheiminum
Mynd/Aðsend
Toni þekkir stjórann hérna í Senica og þeir voru að leita sér að góðum varnarmanni, hann mælti með mér og sagði að ég væri goður leikmaður sem hefur farið undir 'radarinn' og gæti styrkt liðið þeirra
Toni þekkir stjórann hérna í Senica og þeir voru að leita sér að góðum varnarmanni, hann mælti með mér og sagði að ég væri goður leikmaður sem hefur farið undir 'radarinn' og gæti styrkt liðið þeirra
Mynd/@Brano_Spanka / FK Senica
Liðsmynd af FK Senica.
Liðsmynd af FK Senica.
Mynd/@Brano_Spanka / FK Senica
Nói í búningi Frej.
Nói í búningi Frej.
Mynd/Frej
Úr leik á þessari leiktíð.
Úr leik á þessari leiktíð.
Mynd/@Brano_Spanka / FK Senica
East Grinstead Town og KR
Nói er skráður í KR þegar honum er flett upp á heimasíðu KSÍ. Var hann hjá KR upp alla yngri flokkana?

„Ég gekk fyrst í raðir KR þegar ég var þrettán ára. Fyrir það bjó ég í Englandi rétt sunnan við London og spilaði þar með litlu bæjarliði sem hét East Grinstead Town. Við fjölskyldan fluttum til Englands þegar ég var sex ára og vorum þar í sjö ár áður en við fluttum heim til Íslands 2007," sagði Nói.

„Á Íslandi var ég í KR þar til ég var 17 ára og spilaði í öðrum flokki þar sem Pétur Pétursson og svo Þorsteinn Halldórsson voru þjálfarar og lærði ég mikið hjá þeim. Á þeim tíma var Rúnar Kristinsson þjálfari meistaraflokksins og ég æfði með þeim öðru hvoru."

Flakkaði milli liða og vann sig upp deildirnar
Árið 2011 fór fjölskylda Nóa í næsta ævintýri, fluttist hún til Stokkhólms í Svíþjóð.

„Ég byrjaði strax að æfa hjá fótbolta akademíu hérna sem sérhæfir sig í einkaþjálfun og vinnur mikið með tækni og fótavinnu. Það var svo í gegnum þessa akademíu sem ég fann lið hérna í Svíþjóð."

„Ég byrjaði hjá liði í division 3, fimmtu efstu deild, og það var fyrsta tímabilið mitt í fullorðins fótbolta. Ég flakkaði svolítið á milli liða í neðri deildunum en færði mig alltaf upp um deild í hvert skipti."


Nói er í dag varnarmaður en hefur hann alltaf verið það?

„Á þessum tíma spilaði ég nánast allar stöður á vellinum, frá kantinum, inn í tíuna, bakvörðinn, sem sitjandi miðjumaður og svo loksins í miðvörð þar sem ég spilaði síðustu 4-5 árin í Svíþjóð. Ég er réttfættur en hef samt spilað í vinstri bakverði og í vinstri miðverði - þannig að vinstri löppin er fín líka."

Heyrði Nói einhvern tímann af því að fylgst væri með sér á Íslandi upp á unglingalandslið að gera?

„Ég var aldrei nálægt unglingalandsliðinu svo ég viti, ég stóð mig vel í KR en var bara á Íslandi í fjögur ár, annars hef ég verið erlendis meiri hlutann af ævinni."

Gekk ekki að fá samning í Finnlandi - Samdi við lið sem var á leið upp um deild
Þegar Nóa er flett upp á Transfermarkt þá sést að hann skipti yfir í Frej í næst efstu deild í Svíþjóð frá Norrtälje árið 2017.

„Árið 2017 skrifaði ég undir samning við IK Frej í Superettan og það var fyrsti atvinnumanna samningurinn minn. Á fyrsta tímabilinu mínu spilaði ég 8 af 15 leikjum í fyrri hlutanum af tímabilinu en svo skipti félagið um þjálfara og eftir það var ég á bekknum."

„Þann veturinn fór ég í prufur til tveggja liða í efstu deild í Finnlandi, það gekk mjög vel og ég fékk samningsboð í bæði skiptin en við náðum ekki að semja. Seinni prufan var seint á undirbúningstímabilinu og þegar sá samningur gekk ekki samdi ég við Nyköping í division 1, þriðju efstu deild í Svíþjóð, fram á sumarið. Þar spilaði ég alla leiki í miðverði og þegar samningurinn minn kláraðist um sumarið kom Syrianska með tilboð, félagið var þá í fjórða sæti í sömu deild og stefndi á að fara upp."


Upp um deild en nánast öllum sópað burt - Fall úr Superettan
Hjá Syrianska var Nói í eitt og hálft ár, lék seinni hlutann tímbilið 2018, allt tímabilið 2019.

„Hjá Syrianska spilaði ég einnig sem hafsent, við náðum umspilssætinu um að spila í Superettan og unnum það gegn Värnamo. Þegar við fórum upp í Superettan voru næstum allir leikmenn látnir fara. Ég var einn af 5-6 leikmönnum sem fengu samningsboð að vera áfram. Félagið samdi við 22 nýja leikmenn fyrir tímabilið."

Syrianska komið upp í næstefstu deild en árið 2019 endaði liðið í neðsta sæti.

„Þetta ár í Superettan var ekki auðvelt, við vorum með þrjá mismunandi þjálfara og 30 manna hóp. Endalausar breytingar í liðinu gerði það erfitt fyrir okkur að 'stabilísera' okkur og það endaði með að við féllum."

Hver var pælingin hjá Syrianska að gera svona margar breytingar á leikmannahópnum milli leiktíða?

„Syrianska er félag sem er þekkt fyrir að hreyfa mikið til í leikmannahópnum hjá sér. Nánast alla félagsskiptaglugga eru 10-15 menn inn og út hjá þeim. Árið sem félagið fór upp voru margir strákar hér af svæðinu í liðinu, strákar sem bjuggu í nærliggjandi hverfum. Þegar félagið fór upp í Superettan var til meira fjármagn og þá sótti félagið fleiri leikmenn frá öðrum borgum og löndum."

Hvernig fannst Nóa sjálfum hann vera að standa sig þegar kom að því að spila í Superettan?

„Superettan er skemmtileg deild, mörg stórlið sem spila þar og góður fótbolti. Mér finnst sjálfur að ég eigi algjörlega heima á því 'leveli' en fékk ekki almennilegan séns að sýna það á meðan ég var í Svíþjóð vegna þjálfaraskipta og breytinga í liðunum sem ég spilaði í."

Vinur Nóa virtur og vel tengdur njósnari
Syrianska fallið úr Superettan og niður í þriðju efstu deild. Þá er komið að næsta og nýjasta skrefinu á ferlinum því Nói samdi við FK Senica undir lok júlí og gekk í raðir félagsins í ágúst. Eins og áður sagði vakti það athygli fréttaritara að varnarmaður úr botnliði Superettan færi í úrvalsdeildina í Slóvakíu, hvernig kom það til Senica hafði áhuga á Nóa?

„Þetta tækifæri í Slóvakíu kom óvænt upp, það er fótbolta njósnari hérna í Svíþjóð, Toni Mickiewicz sem ég hef þekkt í átta ár núna og við erum góðir vinir. Toni er með ótrúlegt tengslanet í fótboltaheiminum og hefur unnið í mörgum skemmtilegum verkefnum með stórum nöfnum í fótboltaheiminum."

„Hann sinnti t.d. greiningarvinnu fyrir Graham Potter og Östersunds FK þegar þeir spiluðu í Evrópudeildinni 2017/18 þegar félagið vann meðal annars leiki gegn Galatasaray, Arsenal og Hertha Berlin. Hann hefur einnig unnið með þjálfurum eins og Sven Göran Eriksson og Martin Jol."

„Toni þekkir stjórann hérna í Senica og þeir voru að leita sér að góðum varnarmanni, hann mælti með mér og sagði að ég væri goður leikmaður sem hefur farið undir 'radarinn' og gæti styrkt liðið þeirra. Þar sem þeir þekkjast vel og stjórinn treystir Toni þá bauð félagið mér hingað í tíu daga prufu og það endaði með því að ég skrifaði undir samning."


Nói rifti samningi sínum við Syrianska eftir að liðið féll niður í C-deild. Hvernig voru mánuðirnir frá því að Syrianska féll úr Superettan og fram að því að Senica kom upp á borðið?

„Eftir að ég rifti samningnum við Syrianska þá var ég í sambandi við nokkur lið í Superettan en það fór aldrei nógu langt til að verða að samningsviðræðum. Þá var einnig lið í efstu deildinni á Írlandi sem hafði mikinn áhuga á mér en svo þegar Covid skall á lokaðist mikið erlendis. Ég var með nokkur boð frá liðum í C- og D-deildinni en vildi frekar bíða fram á sumarið og stefna erlendis."

Metnaðarfullt félag sem Nóa líður vel hjá
Hvar í Slóvakíu er Senica og hvernig hefur fyrsti mánuðurinn verið hjá félaginu?

„Félagið er staðsett í litlum bæ norðan við Bratislava og er kannski ekki með sömu aðstæður og önnur lið en þrátt fyrir það er félagið mjög 'professional' og leggur mikinn tíma og pening í að aðstæður séu eins góðar og hægt er fyrir leikmennina. Hjá félaginu er nýr eigandi, ný stjórn, nýr þjálfari og slatti af nýjum leikmönnum. Þetta félag vill byggja upp og gera stóra hluti næstu árin og mér líður rosalega vel hérna því ég hef sömu markmið."

„Covid hefur haft mikil áhrif á fotboltaheiminn eins og allir vita, undirbúningstímabilið hérna var ekki nema 2-3 vikur, en á þeim tíma mættum við töluvert sterkari liðum á blaði og spiluðum rosalega vel og náðum í góð úrslit."


Senica er í 10. sæti eftir fjórar umferðir. Hverngi hafa leikirnir verið að spilast?

„Þegar tímabilið byrjaði þá small þetta ekki alveg fyrir okkur, fyrstu tveim leikjunum töpuðum við 4-0, fyrst á móti Zilina þar sem við vorum betra liðið fyrstu 60 mínúturnar og áttum hættulegri færi en náðum bara ekki að skora. Svo þegar Zilina skoraði fyrsta markið þá bara datt allt með þeim, allt fór inn og endaði 4-0. Alls ekki sanngjörn niðurstaða en svona er fótboltinn stundum."

„Í síðustu tveimur leikjum tókum við 3-0 sigur og 0-0 jafntefli í leik sem við algjörlega stjórnuðum og hefðum átt að vinna 3 eða 4-0 miðað við færin sem við fengum. Mér finnst við vera að finna taktinn núna og nýju leikmennirnir að smella saman þannig vonandi heldur það áfram og við getum gert flotta hluti í ár!"


Sjá einnig:
Sjáðu markið: Tækling Nóa varð að stoðsendingu

Alltaf verið opinn fyrir því að flytja erlendis
Þegar tækifærið kom upp að fara frá Svíþjóð til Slóvakíu var þá ekkert hik á Nóa að halda á nýjar slóðir?

„Þegar tækifærið hérna í Slóvakíu kom þá hikaði ég aldrei, ég hef alltaf verið opinn fyrir því að ferðast og fara erlendis á reynslur eða flytja. Svo gerast hlutirnir stundum ótrúlega hratt í fótboltanum og þá þarf maður að vera tilbúinn í það. Ég fékk einu sinni símtal frá liði í Hollandi á sunnudagskvöldi og þeir vildu fá mig þangað á mánudagsmorgun, þá var ekki mikill tími til að hugsa sig um."

Tala allir ensku af þeim sem Nói hefur verið í samskiptum við?

„Hérna í Senica tala flestir í félaginu fína ensku. En í bænum eru mjög fáir sem tala ensku þannig að panta á veitingastöðum eða fá hjálp í búðinni er ekki alltaf auðvelt."

Betri deild en Superettan
Nói var að lokum, þrátt fyrir fáa leiki í Fortuna Liga, beðinn um að bera saman gæði deildarinnar við sænsku Superettan.

„Superettan og Fortuna Liga eru að sumu leyti svipaðar deildir. En af fyrstu leikjunum að dæma þá finnst mér Fortuna vera betri deild, spilið er hraðara og menn hreyfa sig betur hérna. Við eigum enn eftir að mæta stærstu liðunum hérna sem eru með sterkari hóp og meira fjármagn og það er yfirleitt þar sem maður sér gæðamuninn á milli deilda."

Ekkert svo hættulegt að flytja frá vinum og fjölskyldu
Nói talar um að hann sé opinn fyrir því að ferðast og flytja erlendis. Tengist það því að fjölskyldan átti heima á Englandi, Íslandi og í Svíþjóð á meðan hann var að alast upp?

„Já ég held að maður læri mikið og þroskist með því að flytja á milli landa! Maður þarf að aðlagast nýju umhverfi, nýju tungumáli og eignast vini upp á nýtt. Að ég hafi gert það þrisvar á meðan ég var að alast upp þá lærði ég að það er ekkert svo hættulegt að flytja frá öllum vinum og fjölskyldu, maður reddar sér og lærir að sjá um sig og vera opinn fyrir að kynnast nýju fólki," sagði Nói að lokum.
Athugasemdir
banner