banner
   fös 11. nóvember 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Adolphs í Stjörnuna (Staðfest)
Yfirgefur Val eftir sjö ár hjá félaginu.
Yfirgefur Val eftir sjö ár hjá félaginu.
Mynd: Hulda Margrét
Stjarnan hefur tilkynnt að Andri Adolphsson er genginn í raðir féalgsins. Andri kemur frá Val þar sem hann hefur verið undanfarin sjö ár.

Hann er fjölhæfur leikmaður sem missti af öllu tímabilinu í ár vegna meiðsla sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu.

Andri er á góðri leið með að snúa aftur á völlinn. Í færslu Stjörnunnar segir að hann búi í Garðabæ sem hentar vel þegar spilað er fyrir Stjörnuna. Andra stóð til boða að skrifa undir nýjan samning við Val en ákvað að söðla um og samdi við Stjörnuna.

Sjá einnig:
Andri í viðræðum við Val - „Stutt í fótbolta hjá mér" (27. okt)

„Við erum gríðarlega spenntir að fá Andra inn í okkar hóp. Andri er rólegur og yfirvegaður, býr yfir reynslu og mun smellpassa í liðið. Það eru allir meðvitaðir um hæfileikana og erum við mjög spenntir að vinna með honum og hjálpa honum að sýna sitt allra besta," segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari mfl. kk.

„Ég er hrikalega ánægður með að vera kominn í Stjörnuna. Þetta er rosalega skemmtilegur og spennandi hópur og eg get ekki beðið eftir að kynnast strákunum og fólkinu í klúbbnum og koma mér af stað í þessari flottu vegferð sem liðið er á," sagði Andri Adolphsson um skiptin sín yfir í Stjörnuna.

Smelltu hér til að sjá kynningu Stjörnunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner