„Þetta er mjög kærkomið. Mér fannst við hafa yfirburði í leiknum og verðskulda þetta," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir 2-0 sigurinn á Fylki í kvöld.
„Bæði lið höfðu tapað tveimur leikjum svo sjálfstraustið var ekki mikið hjá okkur né þeim. Það var samt heldur meira hjá okkur, við fórum á þá og pressuðum þá."
„Bæði lið höfðu tapað tveimur leikjum svo sjálfstraustið var ekki mikið hjá okkur né þeim. Það var samt heldur meira hjá okkur, við fórum á þá og pressuðum þá."
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 Fylkir
„Leikurinn var fínn núna sóknar og varnarlega. Það er gott fyrir okkur að halda hreinu. Þú tapar ekki á meðan."
Anton Ari Einarsson stóð í markinu í fjarveru Ingvars Kale sem meiddist í síðasta leik. Óljóst er hvenær Ingvar verður klár í slaginn. „Það lítur betur ut en við héldum í upphafi. Það gæti tekið hann tvo til tíu daga," sagði Ólafur sposkur.
Félagaskiptaglugginn lokar á sunnudag. Ætlar Ólafur að gera eitthvað áður en glugginn lokar?
„Hvað viljið þið að ég segi núna?" sagði Ólafur. Þegar hann var beðinn um að segja satt, hvort hann ætli að gera eitthvað, sagði hann: „Ekki neitt."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir