„Ótrúlega stoltur af þessu og bara þakklátur að hafa farið hingað. Geggjaður klúbbur og auðvitað eigum við ekkert að vera í þessari deild og vonandi á að mæta í deild þeirra bestu með stæl á næsta ári. “ Sagði Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður ÍBV eftir sigur liðsins á Þrótti í gær sem tryggði ÍBV sæti í Pepsi Max deildinni að ári.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 2 Þróttur R.
Guðjón sem fæddur er árið 1987 gekk til liðs við ÍBV fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með liðum eins og Breiðablik, Stjörnunni og Val undanfarin ár. Ætlar hann að taka slaginn með ÍBV að ári?
„Ég er bara í toppmálum. Það er ekki eins og ég sé búinn að missa einhvern hraða ég er búinn að vera nákvæmlega eins síðan ég var sautján ára og finn engan mun á mér sem að sést á hlaupatölum og öllu.“
Þrátt fyrir að Pepsi Max sætið hafi verið tryggt í gær þá lék fréttaritara forvitni á að vita hvort Guðjón og liðfélagar hans ætluðu að leyfa sér að fagna vel.
„Já ekki spurning. Það verður fagnað vel í kvöld (Í gærkvöldi) og mætum svo eins og fagmenn í þessa síðustu leiki og reynum að vinna þessa leiki.“
Allt viðtalið við Guðjón má sjá hér að ofan.
Athugasemdir