Real Madrid lætur vita af áhuga á Trent - Amorim ætlar ekki að versla í janúar - Cunha fær samningstilboð
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
banner
   sun 12. september 2021 11:34
Sverrir Örn Einarsson
Guðjón Pétur: Er búinn að vera nákvæmlega eins síðan ég var sautján
Lengjudeildin
Guðjón Pétur Lýðsson
Guðjón Pétur Lýðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ótrúlega stoltur af þessu og bara þakklátur að hafa farið hingað. Geggjaður klúbbur og auðvitað eigum við ekkert að vera í þessari deild og vonandi á að mæta í deild þeirra bestu með stæl á næsta ári. “ Sagði Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður ÍBV eftir sigur liðsins á Þrótti í gær sem tryggði ÍBV sæti í Pepsi Max deildinni að ári.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  2 Þróttur R.

Guðjón sem fæddur er árið 1987 gekk til liðs við ÍBV fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með liðum eins og Breiðablik, Stjörnunni og Val undanfarin ár. Ætlar hann að taka slaginn með ÍBV að ári?

„Ég er bara í toppmálum. Það er ekki eins og ég sé búinn að missa einhvern hraða ég er búinn að vera nákvæmlega eins síðan ég var sautján ára og finn engan mun á mér sem að sést á hlaupatölum og öllu.“

Þrátt fyrir að Pepsi Max sætið hafi verið tryggt í gær þá lék fréttaritara forvitni á að vita hvort Guðjón og liðfélagar hans ætluðu að leyfa sér að fagna vel.

„Já ekki spurning. Það verður fagnað vel í kvöld (Í gærkvöldi) og mætum svo eins og fagmenn í þessa síðustu leiki og reynum að vinna þessa leiki.“

Allt viðtalið við Guðjón má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner