Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 19. nóvember 2024 23:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net ræddi við Sverri Inga Ingason eftir tap Íslands gegn Wales í lokaleik í B deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.


„Við byrjuðum vel og uppskárum. Mér fannst við vera með fín tök á leiknum. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn heilt yfir, það var mikill skellur að fá okkur þetta mark í lok fyrri hálfleiks. Við fáum tækifæri til að koma okkur inn í leikinn en svo refsa þeir okkur grimmilega. 3-1, þá var þetta erfitt, úrslitin gefa ranga mynd af því hvernig leikurinn var. Saga þessa leiks var að okkur var refsað grimmilega," sagði Sverrir Ingi.

„Í 2-1 og 3-1 vorum við með fín tök á leiknum og vorum að skapa okkur færi en skorum ekki. Svo erum við að tapa boltanum á vondum stöðum, við getum ekki verið að missa boltann á svona stöðum á móti svona liðum."

Framtíð Age Hareide sem landsliðsþjálfari er í óvissu en samningur hans við KSÍ rennur út í lok mánaðarins. Vill Sverrir halda honum?

„Mér finnst vera stígandi í þessu spilanlega þótt úrslitin hafi oft ekki gefið rétta mynd af þessu, sérstaklega í síðasta glugga. Við erum með ljóst plan og vitum hvað við viljum gera. Það er ekki mín ákvörðun að taka, við höfum verið ánægðir með það sem við erum að gera undanfarið," sagði Sverrir Ingi.

„Orri og Jói fara út af í dag og það vantar Hákon og Albert. Þetta eru okkar bestu leikmenn. Það er oft erfitt þegar þú missir þína bestu leikmenn í leikjum og í aðdragandanum. Ef við viljum fara alla leið sem lið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn, það skiptir sköpum, þetta eru leikmenn sem eru að spila gríðarlega vel fyrir sín félagslið og á háu 'leveli'."


Athugasemdir
banner
banner