Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
   þri 19. nóvember 2024 23:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net ræddi við Sverri Inga Ingason eftir tap Íslands gegn Wales í lokaleik í B deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.


„Við byrjuðum vel og uppskárum. Mér fannst við vera með fín tök á leiknum. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn heilt yfir, það var mikill skellur að fá okkur þetta mark í lok fyrri hálfleiks. Við fáum tækifæri til að koma okkur inn í leikinn en svo refsa þeir okkur grimmilega. 3-1, þá var þetta erfitt, úrslitin gefa ranga mynd af því hvernig leikurinn var. Saga þessa leiks var að okkur var refsað grimmilega," sagði Sverrir Ingi.

„Í 2-1 og 3-1 vorum við með fín tök á leiknum og vorum að skapa okkur færi en skorum ekki. Svo erum við að tapa boltanum á vondum stöðum, við getum ekki verið að missa boltann á svona stöðum á móti svona liðum."

Framtíð Age Hareide sem landsliðsþjálfari er í óvissu en samningur hans við KSÍ rennur út í lok mánaðarins. Vill Sverrir halda honum?

„Mér finnst vera stígandi í þessu spilanlega þótt úrslitin hafi oft ekki gefið rétta mynd af þessu, sérstaklega í síðasta glugga. Við erum með ljóst plan og vitum hvað við viljum gera. Það er ekki mín ákvörðun að taka, við höfum verið ánægðir með það sem við erum að gera undanfarið," sagði Sverrir Ingi.

„Orri og Jói fara út af í dag og það vantar Hákon og Albert. Þetta eru okkar bestu leikmenn. Það er oft erfitt þegar þú missir þína bestu leikmenn í leikjum og í aðdragandanum. Ef við viljum fara alla leið sem lið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn, það skiptir sköpum, þetta eru leikmenn sem eru að spila gríðarlega vel fyrir sín félagslið og á háu 'leveli'."


Athugasemdir
banner
banner