Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 13. janúar 2016 11:45
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópur kvenna - Andrea Rán nýliði
Andrea Rán er nýliði í hópnum.
Andrea Rán er nýliði í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ómarsdóttir er í hópnum.
Katrín Ómarsdóttir er í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið æfingahóp sem kemur saman á Íslandi 21-24. janúar næstkomandi.

Um er að ræða alþjóðlega leikdaga og því mæta leikmenn frá erlendum félagsliðum til æfinga. Flestar nágrannaþjóðir Íslands keppa vináttuleiki á sama tíma en Skotar, keppinautar Íslands í undankeppni EM, mæta meðal annars Svíþjóð.

Næsti leikur Íslands í undankeppninni er Hvíta-Rússlandi í apríl en í júní er komið að stórleik gegn Skotum.

Freyr valdi 23 leikmenn í æfingahópinn en Andrea Rán Hauksdóttir úr Breiðabliki er nýliði þar. Thelma Björk Einarsdóttir er í hópnum í fyrsta skipti í langan tíma og Katrín Ómarsdóttir er í hópnum á nýjan leik eftir tæplega árs fjarveru.

Dagný Brynjarsdóttir er ekki með þar sem hún er í æfingabúðum í Bandaríkjunum og Harpa Þorsteinsdóttir er að jafna sig eftir aðgerð.

Landsliðshópurinn:
Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik
Guðrún Arnardóttir, Breiðablik
Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðablik
Rakel Hönnudóttir, Breiðablik
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik
Svava Rós Guðmundsdóttir, Breiðablik
Katrín Ómarsdóttir, Doncaster
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden
Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna
Sara Björk Gunnarsdóttir, FC Rosengard
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fylkir
Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stabæk
Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjarnan
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjarnan
Sandra Sigurðardóttir, Stjarnan
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Valur
Elísa Viðarsdóttir, Valur
Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur
Thelma Björk Einarsdóttir, Valur
Sandra María Jessen, Þór/KA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner