Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fim 13. febrúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfestir áhuga á Salah
Jorge Jesus, stjóri Al-Hilal í Sádi-Arabíu, hefur staðfest að hann hafi áhuga á Mohamed Salah, stjörnu Liverpool.

Salah hefur átt stórkostlegt tímabil en hann verður samningslaus að því loknu og á þessum tímapunkti er ekki mikið sem bendir til þess að samningar séu að nást.

Ef hann fer frá Liverpool í sumar, þá er Sádi-Arabía klárlega líklegasti áfangastaðurinn.

„Ég væri til í að fá Salah til Al-Hilal," segir Jesus í viðtali við Canal11.

„Leikstíll hans mun henta liðinu okkar vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner