Viktor Jónsson framherji Þróttar var að vonum ánægður með flottan sigur sinna manna á KA í dag. Viktor skoraði annað mark Þróttar í 2-1 sigri og er þar með kominn með 7 mörk í 6 leikjum fyrir liðið. Þróttur hafa mætt sterkum liðum í síðustu fjórum leikjum en eru engu að síður taplausir á toppi deildarinnar.
„Síðustu fjórir leikir voru virkilega stórir og við ætluðum að klára þá alla af með... æj ég veit ekki einu sinni hvað ég ætlaði að segja. Þetta voru lið sem voru spáð fyrstu fjórum sætunum," sagði framherjinn knái í samtali við Fótbolta.net
„Síðustu fjórir leikir voru virkilega stórir og við ætluðum að klára þá alla af með... æj ég veit ekki einu sinni hvað ég ætlaði að segja. Þetta voru lið sem voru spáð fyrstu fjórum sætunum," sagði framherjinn knái í samtali við Fótbolta.net
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 KA
Draumabyrjun Þróttar kemur þeim örlítið á óvart en þeir stefna ekki að því að láta deigann síga.
„Þetta er eiginlega bara draumabyrjun og langt fyrir ofan okkar vonir og við bara getum ekki verið sáttari. En við erum með frábært lið og erum tilbúnir að leggja allt á okkur til að þetta haldi áfram."
„Ég er fullur sjálfstraust og ég finn það á mér núna fyrir hvern leik að ég fæ tækfæri til þess að skora og ég finn það á mér að ég muni skora."
Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV í bikarnum á fimmtudaginn.
„Þeir hræða okkur ekki neitt þó svo þeir séu í Pepsi-deildinni, allir sem eru í þessu liði gætu spilað í Pepsi-deildinni og við gætum staðið í öllum liðum í Pepsi-deildinni, ég er alveg handviss um það!," sagði Viktor að lokum.
Athugasemdir