Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. júlí 2022 19:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
Bjóst ekki við breytingunum - „Stór nöfn sem voru tekin úr liðinu"
Icelandair
Steini á hliðarlínunni í dag.
Steini á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milena Bertolini, þjálfari Ítalíu, gerði fimm breytingar á byrjunarliði síns liðs eftir 5-1 tap gegn Frakklandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM. Ítalía mætti Íslandi í dag og urðu lokatölur 1-1.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, var spurður hvort það hefði komið sér á óvart að sjá þessar breytingar á íslenska liðinu.

Lestu um leikinn: Ítalía 1 -  1 Ísland

Leikmenn eins og Barbara Bonansea og Cristiana Girelli urðu að gera sér það að góðu að byrja leikinn á bekknum. Bonansea kom svo inn á í hálfleik, lagði upp jöfnunarmark Ítalíu og var í lok leiks valinn maður leiksins.

„Já, það kom mér aðeins á óvart hverjar eru teknar út. Þetta eru svolítið stór nöfn sem voru tekin úr liðinu og kom mér aðeins á óvart að það voru gerðar svona miklar breytingar," sagði Steini.

„Við bjuggumst ekki við því. En ég held að það hafi ekki verið stóra málið í þessu vegna þess að ég sá meiri kraft í þeim eftir að þær fóru að gera skiptingarnar. Þegar hinar voru að koma inná þá varð ítalska liðið sóknarlega hættulegra," bætti Steini við.

Meira af fréttamannafundinum:
„Næstum því búið að heppnast"
Steini hálfdapur eftir leik - „Þorðum ekki að spila boltanum"
Athugasemdir
banner
banner