Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah er búinn að eiga frábæran leik gegn Manchester City á Anfield og hefur nú komið Liverpool í 1-0.
Alisson hirti aukaspyrnu Kevin de Bruyne og var fljótur að átta sig en hann þrumaði boltanum fram völlinn.
Þar var Salah einn gegn Joao Cancelo, en Salah náði að snúa hann af sér og komast einn í gegn.
Eftirleikurinn var auðveldur en hann lagði boltann vinstra megin við Ederson og kom Liverpool í forystu. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir