Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
   mán 16. nóvember 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Zilina í Slóvakíu
Gylfi: Monk sendi ekki SMS til að óska til hamingju
LG
Borgun
Gylfi í viðtali í dag.
Gylfi í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki hafa fengið neinar óskir frá Garry Monk, stjóra Swansea, um það hversu mikið hann myndi spila í vináttuleikjunum gegn Póllandi og Slóvakíu.

Gylfi spilaði allan leikinn gegn Pólverjum á föstudag og búast má við að hann verði á sínum stað í byrjunarliðinu gegn Slóvökum annað kvöld. Monk hefur í það minnsta ekki óskað eftir að hann fái frí.

„Hann (Monk) er lítið að tala við leikmenn. Þegar við fórum áfram sendi hann ekki einu sinni leikmönnum frá Wales og Íslandi sms til að segja til hamingju. Ég hef ekkert heyrt í honum. Það er undir Lars og Heimi hvað ég spila mikið," sagði Gylfi við Fótbolta.net í dag.

„Fyrst maður er kominn hingað þá er eina vitið að spila leikinn. Ég talaði aðeins við Lars á æfingunni í dag og hann vildi að ég myndi spila að minnsta kosti 45 mínútur. Ég verð vonandi klár í það."

Martin Skrtel og Marek Hamsik fá frí hjá Slóvökum á morgun en þeir eru tveir þekktustu leikmenn Slóvaka.

„Auðvitað væri skemmtilegast að spila á móti þeirra bestu leikmönnunum en maður bjóst við því fyrir þessa æfingaleiki að liðin myndu gefa yngri og óreyndari leikmönnum tækifæri á að sanna sig og sjá breiddina á hópunum fyrir mótið í sumar," sagði Gylfi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner