Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 16. nóvember 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Zilina í Slóvakíu
Gylfi: Monk sendi ekki SMS til að óska til hamingju
LG
Borgun
Gylfi í viðtali í dag.
Gylfi í viðtali í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki hafa fengið neinar óskir frá Garry Monk, stjóra Swansea, um það hversu mikið hann myndi spila í vináttuleikjunum gegn Póllandi og Slóvakíu.

Gylfi spilaði allan leikinn gegn Pólverjum á föstudag og búast má við að hann verði á sínum stað í byrjunarliðinu gegn Slóvökum annað kvöld. Monk hefur í það minnsta ekki óskað eftir að hann fái frí.

„Hann (Monk) er lítið að tala við leikmenn. Þegar við fórum áfram sendi hann ekki einu sinni leikmönnum frá Wales og Íslandi sms til að segja til hamingju. Ég hef ekkert heyrt í honum. Það er undir Lars og Heimi hvað ég spila mikið," sagði Gylfi við Fótbolta.net í dag.

„Fyrst maður er kominn hingað þá er eina vitið að spila leikinn. Ég talaði aðeins við Lars á æfingunni í dag og hann vildi að ég myndi spila að minnsta kosti 45 mínútur. Ég verð vonandi klár í það."

Martin Skrtel og Marek Hamsik fá frí hjá Slóvökum á morgun en þeir eru tveir þekktustu leikmenn Slóvaka.

„Auðvitað væri skemmtilegast að spila á móti þeirra bestu leikmönnunum en maður bjóst við því fyrir þessa æfingaleiki að liðin myndu gefa yngri og óreyndari leikmönnum tækifæri á að sanna sig og sjá breiddina á hópunum fyrir mótið í sumar," sagði Gylfi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner