Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki hafa fengið neinar óskir frá Garry Monk, stjóra Swansea, um það hversu mikið hann myndi spila í vináttuleikjunum gegn Póllandi og Slóvakíu.
Gylfi spilaði allan leikinn gegn Pólverjum á föstudag og búast má við að hann verði á sínum stað í byrjunarliðinu gegn Slóvökum annað kvöld. Monk hefur í það minnsta ekki óskað eftir að hann fái frí.
Gylfi spilaði allan leikinn gegn Pólverjum á föstudag og búast má við að hann verði á sínum stað í byrjunarliðinu gegn Slóvökum annað kvöld. Monk hefur í það minnsta ekki óskað eftir að hann fái frí.
„Hann (Monk) er lítið að tala við leikmenn. Þegar við fórum áfram sendi hann ekki einu sinni leikmönnum frá Wales og Íslandi sms til að segja til hamingju. Ég hef ekkert heyrt í honum. Það er undir Lars og Heimi hvað ég spila mikið," sagði Gylfi við Fótbolta.net í dag.
„Fyrst maður er kominn hingað þá er eina vitið að spila leikinn. Ég talaði aðeins við Lars á æfingunni í dag og hann vildi að ég myndi spila að minnsta kosti 45 mínútur. Ég verð vonandi klár í það."
Martin Skrtel og Marek Hamsik fá frí hjá Slóvökum á morgun en þeir eru tveir þekktustu leikmenn Slóvaka.
„Auðvitað væri skemmtilegast að spila á móti þeirra bestu leikmönnunum en maður bjóst við því fyrir þessa æfingaleiki að liðin myndu gefa yngri og óreyndari leikmönnum tækifæri á að sanna sig og sjá breiddina á hópunum fyrir mótið í sumar," sagði Gylfi.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir