Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV var ánægð eftir fyrsta sigur liðsins í sumar. ÍBV vann góðan 3-1 útisigur á Fylki í kvöld.
Bryndís sagði að það sé mikill léttir að fyrsti sigurinn sé kominn.
Bryndís sagði að það sé mikill léttir að fyrsti sigurinn sé kominn.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 3 ÍBV
„Það var smá stressandi að við þurftum að fá sigur. Við eigum erfitt prógram framundan þannig það var smá pressa á okkur að taka þennan leik."
„Við byrjuðum leikinn mjög vel og settum tvö mörk á þær. En lið eins og Fylkir koma alltaf snældurvitlausar inn í seinni hálfleikinn. Við töluðum um það í hálfleik að við bjuggumst við því frá þeim og þær minnkuðu muninn og hefðu getað skorað fleiri mörk."
Bryndís sagði að spilamennska liðsins í kvöld hafi verið allt önnur en í tapleiknum gegn Selfossi í fyrstu umferðinni.
„Þetta var miklu betri spilamennska en í Eyjum gegn Selfossi. Það var rok leikur og við spiluðum eins og í 5. flokki. Þetta var allt annað. Þetta var líkara okkur."
Viðtalið við Bryndísi má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir