Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 19. janúar 2019 16:14
Arnar Helgi Magnússon
Fótbolta.net mótið: Afturelding kláraði Vestra í síðari hálfleik
Jason Daði skoraði í dag.
Jason Daði skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 4 - 0 Vestri
1-0 Kári Steinn Hlífarsson ('49 )
2-0 Ragnar Már Lárusson ('57 )
3-0 Jason Daði Svanþórsson (65' )
4-0 Andri Freyr Jónasson (67' )

Afturelding og Vestri mættust í B-riðli Fótbolta.net mótsins fyrr í dag en leikið var í Reykjaneshöll.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram á gervigrasinu í Mosfellsbæ en vegna mikillar snjókomu var leikurinn færður í Reykjaneshöll.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðan markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Kári Steinn Hlífarsson braut ísinn og kom Aftureldingu yfir þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Ragnar Már Lárusson tvöfaldaði forystu Aftureldingar níu mínútum síðar. Jason Daði og Andri Freyr skoruðu síðan sitthvort markið áður en að leiknum lauk og lokatölur 4-0, Aftureldingu í vil.

Afturelding mætir Víking Ó. næstu helgi og Njarðvík tekur á móti Vestra.
Athugasemdir
banner
banner