
„Frábær tilfinning, geggjað að vinna og fyrri hálfleikurinn okkar var mjög góður að mínu mati,'' segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 sigur gegn FH í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 FH
„Við spiluðum frábæran fótbolta og gátum haldið boltanum og hugsanlega kannski átt að vera aðeins meira en 1-0 í hálfleik, en svoleiðis er það, bikarinn er bara þannig að hann hefur mörg andlit og margar hliðar og við fengum að kynnast því seinni hálfleik því FH-ingar komu gríðarlega sterkir út úr sér eins og við bjuggust við,''
Mathias, markvörður FH-inga, varði frá Vuk Oskar þegar hann fór á vítapunktinn.
„Hann er búinn að vera frábær á vítalínunni á æfingum þegar menn hafa verið að prófa þetta. Verst að helvítið hann Kristján Finnbogason (markmannsþjálfari FH) hann þekkir allar vítaskyttur á landinu betur heldur en nokkur annar og ég var ekki búinn að hugsa þetta fyrir leikinn. Stjáni lét markmanninn sinn veðja á rétt horn.''
„Ekki oft sem úrvaldsdeildafélög lenda gegn hvort öðru svona snemma í keppninni. Fyrir okkur að komast áfram er bara gríðalega mikilvægt að fá allavega einn leik í viðbót, svo verðum við bara að sjá kemur upp úr hattinum í vikunni,''
„Það er bara eitt markmið í Mjólkurbikarnum, ég held að öll lið fari inn í bikarkeppni til að vinna það og það er ekkert öðruvísi með okkur,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan