Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   fim 20. október 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkir ræður leikgreinanda til starfa
Tómas Ingi Tómasson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Fylki, og Michael John Kingdon.
Tómas Ingi Tómasson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Fylki, og Michael John Kingdon.
Mynd: Fylkir
Knattspyrnudeild Fylkis hefur gengið frá samningi til 2024 við Michael John Kingdon.

Hann mun sjá um leikgreiningar hjá meistaraflokkum félagsins ásamt því að koma að leikgreiningum hjá yngri flokkum í samráði við þjálfara þar.

Ásamt þessu nýja starfi þá mun hann þjálfa 2 .flokk karla hjá félaginu, líkt og hann hefur gert undanfarin tvö ár.

„Við fögnum því að vera fyrsta félagið á Íslandi til að ráða mann í stóra stöðu við leikgreiningar og teljum við þetta vera stórt skref í átt að frekari þróun knattspyrnunnar hjá Fylki," segir í tilkynningu Fylkis en Michael John hefur sérhæft greiningu tengdri fótbolta. Hann hefur einnig verið að leikgreina fyrir yngri landslið Íslands.

Karlalið Fylkis leikur í Bestu deildinni á næstu leiktíð en kvennalið félagsins verður í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner