„Ég er rosalega sáttur, við vorum frábærir í dag. Það er súrt að taka bara eitt stig en við tökum það, það er fín byrjun," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í dag en þetta var fyrsta stig liðsins í sumar.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 1 Fylkir
Hermann gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu í dag og er sáttur við spilamennskuna.
„Jájá, þetta var frábær leikur. Mönnum leið vel úti á velli, þeir voru afslappaðir, við héldum bolta vel og sköpuðum okkur fullt af færum. Á góðum degi hefðum við skorað 5-6 mörk. Þeir eiga hrós skilið, alveg meiriháttar. Ég var rosalega kátur með þennan leik."
Hermann var spurður út í atvik eftir síðasta leik gegn ÍBV sem mikið hefur verið fjallað um og framkvæmdastjóri KSÍ vísaði til aganefndar:
„Ég er löngu búinn að gleyma því, það er bara eins og það er og ég er ekkert að spá í það, það er búið og gert. Það hefur einhvern endi og ég hef ekkert meira um það að segja."
Athugasemdir