Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þokkalega sáttur við 1-1 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í dag.
Eyjamenn komust yfir í fyrri hálfleik með marki Jonathan Glenn úr vítaspyrnu en Kristinn Freyr Sigurðsson jafnaði leikinn í seinni hálfleik og þar við sat.
Eyjamenn komust yfir í fyrri hálfleik með marki Jonathan Glenn úr vítaspyrnu en Kristinn Freyr Sigurðsson jafnaði leikinn í seinni hálfleik og þar við sat.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 ÍBV
„Ég er sáttur við það miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, við vorum frekar daprir þar."
„Við löguðum það í seinni hálfleik, jöfnuðum leikinn og vorum grimmari."
„Við áttum að vera grimmari í upphafi leiks."
Óli segir að vítið sem ÍBV skoraði úr hafi verð víti.
„Þetta var pottþétt víti, mér sýndist það."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir