Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 21. ágúst 2023 10:12
Elvar Geir Magnússon
Heimavöllur mótherja Breiðabliks ekki löglegur
Þegar FC Struga kom upp úr pottinum.
Þegar FC Struga kom upp úr pottinum.
Mynd: Getty Images
SRC Biljanini Izvori leikvangurinn.
SRC Biljanini Izvori leikvangurinn.
Mynd: SRC Biljanini Izvori
Óskar Hafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fimmtudag leikur Breiðablik fyrri leik sinn gegn FC Struga frá Norður-Makedóníu í umspilinu fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Íslandsmeistararnir byrja á útivelli en Struga fær þó ekki að spila á heimavelli sínum þar sem hann stenst engan veginn kröfur UEFA.

Framkvæmdir eru á þjóðarleikvangi Norður-Makedóníu og um tíma var útlit fyrir að það þyrfti að spila leikinn utan landsins. Armando Duka, forseti fótboltasambands Albaníu, var búinn að bjóðast til að halda leikinn í Elbasan í Albaníu.

En á endanum gaf UEFA undanþágu og grænt ljós á að spilað verði á SRC Biljanini Izvori leikvangnum í borginni Ohrid í Norður-Makedónu.

Völlurinn tekur tæplega 4 þúsund áhorfendur en býr ekki yfir flóðljósum og því þarf leikurinn að vera spilaður snemma og hefst hann klukkan 15 að íslenskum tíma á fimmtudaginn.

Dauðafæri fyrir Blika að skrifa söguna
Seinni leikurinn verður á Kópavogsvelli í næstu viku en íslenskt lið hefur aldrei verið í betra tækifæri á að komast í riðlakeppni Evrópu. Norður-makedónska deildin er lægra skrifuð en sú íslenska hjá UEFA.

Í síðustu umferði mætti Struga liði Swift Hesperange frá Lúxemborg og vann samtals 4-3. Þess má geta að í umferðinni á undan vann Struga einvígi gegn Buducnost frá Svartfjallalandi samtals 5-3 (1-0 heima og 4-3 úti). Breiðablik vann Buducnost 5-0 á Kópavogsvelli í lok júní svo möguleiki Blika verður að teljast ansi góður.

Á þessu stigi keppninnar er varla hægt að mæta vænlegri andstæðingum, Blikar eru í dauðafæri að komast í riðlakeppni og verða þar með fyrsta íslenska félagið sem nær þeim áfanga í karlaflokki.

Struga stofnað 2015
Það er mikið afrek hjá Struga að vera komið þetta langt og vera aðeins einu einvígi frá riðlakeppni. Félagið var stofnað 2015 af stóru byggingar- og fasteignafyrirtæki í Norður-Makedóníu. 2019 spilaði liðið í efstu deild í fyrsta sinn og vann svo það afrek á síðasta tímabili að vinna meistaratitilinn.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var spurður út í komandi einvígi í viðtali í gær.

„Mér finnst stundum eins og það er sagt að þetta sé búið og að það er varla hægt að klúðra þessu. En auðvitað er það þannig að þegar maður er kominn á þennan stað væru það vonbrigði að komast ekki áfram. Ég held að það sé annarra að dæma það hvort tímabilið væri vonbrigði ef við myndum ekki fara í riðlakeppni. En það er mikilvægur leikur á fimmtudaginn þar sem við þurfum að ná í úrslit og koma okkur í forystu fyrir seinni leikinn," sagði Óskar sem fór í öðru viðtali yfir möguleika Blika.

„Ég held að það sé mikilvægast að við séum harðir, ég held að það verði lykilatriði þarna úti að við séum harðir, grimmir og 'lazer-fókurseraðir', reyna halda einbeitingunni eins og við getum og fækka mínútunum þar sem við erum ekki einbeittir. Ég hef séð einhverja tvo til þrjá leiki með þessu liði og þetta er ágætis lið en þetta er lið sem við eigum að geta unnið."
Athugasemdir
banner
banner
banner