Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 21. ágúst 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Tveir skorað öll mörk Struga og annar þeirra tekur út bann gegn Blikum
Marjan Radeski var í leikmannahópi Norður-Makedóníu á EM alls staðar, en kom ekki við sögu.
Marjan Radeski var í leikmannahópi Norður-Makedóníu á EM alls staðar, en kom ekki við sögu.
Mynd: Getty Images
Á fimmtudag leikur Breiðablik fyrri leik sinn gegn FC Struga frá Norður-Makedóníu í umspilinu fyrir riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Íslandsmeistararnir byrja á útivelli.

Á þessu stigi keppninnar er varla hægt að mæta vænlegri andstæðingum, Blikar eru í dauðafæri að komast í riðlakeppni og verða þar með fyrsta íslenska félagið sem nær þeim áfanga í karlaflokki.

Tveir leikmenn hafa skorað öll tíu mörk Struga í forkeppni Evrópu á þessu tímabili, hinn 36 ára gamli Besart Ibraimi er með sjö mörk og hinn 28 ára gamli Marjan Radeski er með þrjú.

Radeski verður í banni í fyrri leiknum gegn Breiðabliki eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Swift Hesperange frá Lúxemborg í síðasta leik. Öll þrjú mörkin hans komu gegn Buducnost.

Ljóst er að Breiðablik þarf að hafa góðar gætur á Ibraimi sem hefur skorað í öllum fjórum leikjum Struga í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Hann gerði þrennu í fyrri leiknum gegn Hesperange en tvö af þeim mörkum komu af vítapunktinum.

Leið Struga í þetta einvígi við Breiðablik var þannig að liðið tapaði fyrir Zalgiris frá Litaén samtals 1-2 í forkeppni Meistaradeildarinnar, vann svo Buducnost samtals 5-3 og Hesperange samtals 4-3.

Fyrri leikur Struga og Breiðabliks verður klukkan 15 á fimmtudaginn og svo verður seinni leikurinn á Kópavogsvelli í næstu viku.

Sjá einnig:
Heimavöllur mótherja Breiðabliks ekki löglegur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner