Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 22. febrúar 2019 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Hrafn og Júlíus semja við Víking R. (Staðfest)
Atli Hrafn með Arnari Gunnlaugssyni, þjálfari Víkings.
Atli Hrafn með Arnari Gunnlaugssyni, þjálfari Víkings.
Mynd: Víkingur R.
Víkingur R. er að fá tvo leikmenn heim út atvinnumennsku. Um er að ræða þá Atla Hrafn Andrason og Júlíus Magnússon. Atli kemur frá Fulham og Júlíus kemur frá Heerenveen í Hollandi.

Þeir hafa báðir gert samning um að leika með félaginu næstu tvö árin.

Atli Hrafn er sóknarmaður sem lék með Víkingi síðastliðið sumar sem lánsmaður. Atli, sem fæddur er 1999, er uppalinn í KR og á að baki 20 leiki í deild og bikar á Íslandi fyrir KR og Víking. Atli hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Atli Hrafn hefur fengið félagaskipti og verður löglegur með Víkingi þegar liðið mætir Breiðabliki í Lengjubikarnum á morgun.

Júlíus er miðjumaður sem fæddur er árið 1998. Hann hefur leikið fyrir U21 árs lið Heerenveen í Hollandi undanfarin ár og er fastamaður í U21 árs landsliði Íslands. Júlíus fór frá Víkingi til Heerenveen árið 2015.

Júlíus kemur til landsins um helgina og verður löglegur þegar Víkingur mætir Gróttu næstkomandi föstudag.

„Knattspyrnudeild Víkings fagnar að hafa samið við þessa ungu og efnilegu leikmenn og bindur miklar vonir um að þeir muni eiga bjarta framtíð hjá félaginu," segir í tilkynningu frá Víkingi.

Víkingur R.

Komnir:
Atli Hrafn Andrason frá Fulham
James Mack frá Vestra
Júlíus Magnússon frá Heerenveen
Þórður Ingason frá Fjölni

Farnir:
Alex Freyr Hilmarsson í KR
Andreas Larsen
Aris Vaporakis
Arnþór Ingi Kristinsson í KR
Atli Hrafn Andrason í Fulham (Vará láni)
Geoffrey Castillion í FH (Var á láni)
Jörgen Richardsen
Milos Ozegovic
Morice Mbaye
Valdimar Ingi Jónsson í Fjölni
Athugasemdir
banner
banner
banner