Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mið 23. mars 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
Kári Árna: Ég stend og fell með þessari treyju
Borgun
Frá æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Frá æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið hefur verið rætt og ritað um nýja treyju íslenska landsliðsins sem liðið spilar í á EM í sumar. Kári Árnason og Emil Hallfreðsson fóru ásamst starfsmönnum KSÍ í höfuðstöðvar Errea í vetur þar sem ákveðið var hvernig nýi búningurinn yrði.

„Það mátti velja úr nokkrum týpum. Ég stend og fell með þessari treyju," sagði Kári við Fótbolta.net í dag aðspurður út í treyjuna.

Aðspurður út í gagnrýnina á treyjuna sagði Kári: „Mér gæti ekki verið meira sama. Mér finnst þetta vera flott treyja."

Danir í enskum stíl undir stjórn Hareide:
Kári er spenntur fyrir leiknum gegn Dönum í Herning annað kvöld. ,Það er kominn tím til að við vinnum þá. Ég held að við séum í fínu standi til að gera það núna. Ég held að okkar líkur séu finar."

Age Hareide stýrir danska landsliðinu í fyrsta skipti annað kvöld en hann hætti sem þjálfari Kára hjá Malmö í lok síðasta árs. Hvernig reiknar Kári með að Danir spili á morgun?

„Það verður mjög direct. Hann vill vinna boltann hátt á okkar svæði og það verður mikil pressa. Þetta verður ekki 'possesion' fótbolti eins og þeir hafa spilað upp á síðkastið. Þetta verður meira í enskum stíl."

Ætla að klára deild og bikar
Keppni í sænsku úrvalsdeildinni er að hefjast en Kári og félagar í Malmö eru hins vegar komnir í bikarúrslit. Bikarkeppnin í Svíþjóð fer að mestu fram áður en deildarkeppnin hefst.

„Þetta er mjög einkennilegt. Það er einhver riðlakeppni og síðan eru tveir leikir sem þú þarft að vinna, þá ertu kominn í úrslit fyrir mót. Þetta er okkar leið í Evrópu. Við lögðum mikinn metnað í þetta og erum komnir í úrslitaleikinn. Við munum vinna hann á heimavelli," sagði Kári sem er mjög brattur fyrir tímabilið.

Við erum með sterkasta liðið í deildinni, á pappírnum allavegana, og við ættum að klára bæði bikar og deild," sagði Kári ákveðinn.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner