Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Sigurborg Katla: Ekki mættar til leiks í fyrri hálfleik
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
   mið 23. mars 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
Kári Árna: Ég stend og fell með þessari treyju
Borgun
Frá æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Frá æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið hefur verið rætt og ritað um nýja treyju íslenska landsliðsins sem liðið spilar í á EM í sumar. Kári Árnason og Emil Hallfreðsson fóru ásamst starfsmönnum KSÍ í höfuðstöðvar Errea í vetur þar sem ákveðið var hvernig nýi búningurinn yrði.

„Það mátti velja úr nokkrum týpum. Ég stend og fell með þessari treyju," sagði Kári við Fótbolta.net í dag aðspurður út í treyjuna.

Aðspurður út í gagnrýnina á treyjuna sagði Kári: „Mér gæti ekki verið meira sama. Mér finnst þetta vera flott treyja."

Danir í enskum stíl undir stjórn Hareide:
Kári er spenntur fyrir leiknum gegn Dönum í Herning annað kvöld. ,Það er kominn tím til að við vinnum þá. Ég held að við séum í fínu standi til að gera það núna. Ég held að okkar líkur séu finar."

Age Hareide stýrir danska landsliðinu í fyrsta skipti annað kvöld en hann hætti sem þjálfari Kára hjá Malmö í lok síðasta árs. Hvernig reiknar Kári með að Danir spili á morgun?

„Það verður mjög direct. Hann vill vinna boltann hátt á okkar svæði og það verður mikil pressa. Þetta verður ekki 'possesion' fótbolti eins og þeir hafa spilað upp á síðkastið. Þetta verður meira í enskum stíl."

Ætla að klára deild og bikar
Keppni í sænsku úrvalsdeildinni er að hefjast en Kári og félagar í Malmö eru hins vegar komnir í bikarúrslit. Bikarkeppnin í Svíþjóð fer að mestu fram áður en deildarkeppnin hefst.

„Þetta er mjög einkennilegt. Það er einhver riðlakeppni og síðan eru tveir leikir sem þú þarft að vinna, þá ertu kominn í úrslit fyrir mót. Þetta er okkar leið í Evrópu. Við lögðum mikinn metnað í þetta og erum komnir í úrslitaleikinn. Við munum vinna hann á heimavelli," sagði Kári sem er mjög brattur fyrir tímabilið.

Við erum með sterkasta liðið í deildinni, á pappírnum allavegana, og við ættum að klára bæði bikar og deild," sagði Kári ákveðinn.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner