Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 23. nóvember 2015 09:00
Alexander Freyr Tamimi
Alfreð má ekki tjá sig um blysið
Alfreð fagnar hér sigurmarki sínu gegn Arsenal fyrr í vetur.
Alfreð fagnar hér sigurmarki sínu gegn Arsenal fyrr í vetur.
Mynd: EPA
Framherjinn Alfreð Finnbogason varð fyrir óskemmtilegri lísfreynslu í Grikklandi um helgina þegar blysi var hent í hann í aðdraganda stórleiks Panathinaikos og Olympiakos í úrvalsdeildinni þar í landi.

Alfreð, sem er lánsmaður hjá Olympiakos frá Real Sociedad, var ásamt liðsfélögum sínum að kanna vallaraðstæður fyrir leikinn þegar stuðningsmenn Panathinaikos hófu að grýta hlutum inn á völlinn, m.a. blysi sem sprakk við fætur framherjans.

Dómari leiksins ákvað í kjölfarið að blása viðureignina af vegna óeirðanna, en stuðningsmenn Panathinaikos ruddust inn á völlinn og slógust við lögreglu.

Þegar Fótbolti.net leitaðist eftir því að ræða blyskastið við Alfreð svaraði hann því að hann mætti því miður ekki tjá sig um málið fyrr en hann hefur farið fyrir nefnd í Grikklandi sem mun fara yfir atvikið.

Alfreð var einn af fáum ljósum punktum í nýafstöðnum vináttulandsleikjum Íslands gegn Póllandi og Slóvakíu, en hann nýtti tækifærið vel og skoraði í báðum leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner