Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Ásta Eir kemur inn fyrir Natöshu
Icelandair
Ásta Eir Árnadóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, hefur kallað Ástu Eir Árnadóttur inn í hópinn í stað Natöshu Moraa-Anasi Erlingsson, fyrir leikina gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins.

Eins og Fótbolti.net greindi frá í kvöld þá er Natasha að glíma við meiðsli og getur því ekki verið með í þessu landsliðsverkefni.

Miðvörðurinn meiddist á 7. mínútu í leik Brann og Kolbotn um helgina í fyrsta byrjunarliðsleik sínum á tímabilinu.

Þorsteinn hefur því kallað Ástu Eir, fyrirliða Breiðabliks, inn í hópinn í stað hennar.

Ásta á 12 A-landsleiki fyrir Ísland en síðasti leikur hennar var´i 2-1 sigrinum á Sviss í apríl á síðasta ári.

Leikir Íslands gegn Austurríki í undankeppninni eru gríðarlega mikilvægir en bæði lið eru með 3 stig í öðru og þriðja sæti riðilsins.

Útileikurinn er spilaður 31. maí en liðin mætast aftur fimm dögum síðar á Laugardalsvelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner