Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mið 24. júlí 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dani Ndi skiptir til Grindavíkur (Staðfest)
Dani Ndi í leik með Sporting Gijon.
Dani Ndi í leik með Sporting Gijon.
Mynd: Getty Images
Grindavík er búið að næla sér í liðsstyrk úr 2. deildinni þar sem Daniel Arnaud Ndi, betur þekktur sem Dani Ndi, er genginn til liðs við félagið.

Dani flutti fyrst til Íslands í fyrra og gerði góða hluti með Hetti/Hugin. Hann skipti fljótt yfir til Ólafsvíkur og spilar núna fyrir Grindavík.

Dani er 28 ára gamall sóknartengiliður frá Kamerún og á hann fjóra A-landsleiki að baki fyrir þjóð sína.

Þessi leikmaður lék á sínum tíma með Sporting Gijón og Mallorca í neðri deildum spænska boltans og hefur verið öflugur hingað til í 2. deildinni á Íslandi.

Það verður fróðlegt að fylgjast með Dani í Lengjudeildinni, þar sem Grindavík er í þéttum pakka um miðja deild með 17 stig eftir 13 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner