
ÍA marði 2.deildarlið KV í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld í miklum rokleik á Akranesi.
Skagamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum en eina mark leiksins gerði Þórður Þorsteinn Þórðarsson snemma í leiknum.
„Tempóið á okkur hefði mátt vera betra á köflum. Við höfðum samt mikla yfirburði og sköpuðum okkur fullt af færum. Það er ótrúlegt að við höfum ekki skorað fleiri mörk."
„Við gáfum nokkrum mönnum sénsinn sem hafa lítið spilað í upphafi mótsins og það er gott fyrir þá að fá leik. Þeir stóðu sig vel," sagði Gunnlaugur sem segir liðið stefna alla leið í bikarnum.
„Við viljum bara komast sem lengst. Undir minni stjórn höfum við ekki komist áður í 16-liða úrslit svo það er kærkomið."
Athugasemdir