Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 25. ágúst 2018 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumaliðsdeild Toyota - Markaðurinn lokar 15
Valur heimsækir KR.
Valur heimsækir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markaðurinn í Draumaliðsdeild Toyota lokar klukkan 15:00 í dag, klukkutíma fyrir leiki dagsins. Þrír leikir hefjast á slaginu 16:00.

Er þitt lið klárt? Ef ekki, nýttu þá tímann og gerðu breytingar.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum! En inn á þessum tengli geturðu líka fundið helstu upplýsingar um leikinn.

Í dag:
16:00 KR-Valur (Alvogenvöllurinn)
16:00 Þór/KA-Selfoss (Þórsvöllur)
16:00 ÍBV-Stjarnan (Hásteinsvöllur)

Á morgun:
14:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
14:00 HK/Víkingur-Grindavík (Víkingsvöllur)

Leikurinn í stuttu máli
Þú færð 100 milljónir króna til að kaupa 15 leikmenn úr Pepsi-deildinni. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum en mörg atriði eru tekin inn í reikninginn í stigagjöfinni.

Á síðunni er einnig boðið upp á sérstakar einkadeildir þar sem hægt er að keppa við vini og félaga og bera saman árangurinn.

Aðalverðlaunin eru glæsileg en Toyota gefur ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum með Gaman ferðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner