ÍBV hefur fengið sóknarmanninn Arnór Gauta Ragnarsson í sínar raðir frá Breiðabliki.
Arnór Gauti skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV í dag.
Arnór Gauti skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV í dag.
Arnór Gauti verður tvítugur í næstu viku en hann lék í yngri flokkum Aftureldingar áður en hann fór í Breiðablik fyrir sumarið 2014.
Á síðasta tímabili var Arnór Gauti á láni hjá Selfossi þar sem hann spilaði bæði á hægri kanti og í fremstu víglínu. Þar skoraði hann tvö mörk í 24 leikjum í Inkasso-deildinni og Borgunarbikarnum.
Arnór Gauti spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Blikum árið 2015 en hann skoraði þá í leik gegn KFG í Borgunarbikarnum auk þess að spila tvo leiki í Pepsi-deildinni.
ÍBV mætir Keflavík í Fótbolta.net mótinu í Reykjaneshöllinni í fyrramálið en Arnór gæti leikið sinn fyrsta leik með Eyjamönnum þar.
Komnir:
Alvaro Montejo Calleja frá Fylki
Arnór Gauti Ragnarsson frá Breiðabliki
Atli Arnarson frá Leikni R.
Jónas Þór Næs frá B36
Kaj Leo í Bartalsstovu frá FH
Farnir:
Aron Bjarnason í Breiðablik
Benedikt Októ Bjarnason í Fram
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í Víking Ó.
Jonathan Barden
Mees Siers
Simon Smidt
Sören Andreasen
Athugasemdir