Lars Lagerback segir ekki rétt að hann fái 60 milljónir króna í árslaun hjá KSÍ eins og vefsíðan financefootball.com hélt fram á dögunum.
Þar var birtur listi yfir þjálfara liðanna á EM í sumar og laun þeirra. Lars var í 12. sæti á listanum en hann var sagður fá 430 þúsund evrur í árslaun, eða um 60 miljónir króna. Lars segir að þessar tölur séu ekki réttar.
Þar var birtur listi yfir þjálfara liðanna á EM í sumar og laun þeirra. Lars var í 12. sæti á listanum en hann var sagður fá 430 þúsund evrur í árslaun, eða um 60 miljónir króna. Lars segir að þessar tölur séu ekki réttar.
„Ég get sagt að þetta er algjörlega rangt. Þetta er mun minna en sagt var í fjölmiðlum á Íslandi og annars staðar," sagði Lars við Fótbolta.net í dag aðspurður út í launatölurnar.
Lars segir að hann hefði ekki þegið starf sem landsliðsþjálfari hjá KSÍ ef hann hefði verið einungis að hugsa um peningana.
„Ef ég hefði viljað fá mikinn pening þá hefði ég valið annað starf. Ég er með góð laun miðað við venjulegt fólk og ég er ekki að kvarta á neinn hátt. Ég og Heimir (Hallgrímsson) værum hins vegar líklega á botninum á þessum lista ef að tölurnar sem voru skrifaðar í blöðin væru réttar."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni
Athugasemdir