Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Araújo heimtaði að vera með í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Greint hefur verið frá því hvernig Barcelona gat ekki notað Ronald Araújo og Raphinha í sigri gegn Osasuna í spænsku deildinni í kvöld vegna ferðalags þeirra yfir Atlantshafið.

   26.03.2025 16:15
Á flugi yfir Atlantshafið á meðan síðasta æfing fyrir leik fór fram


Viðureign Barca og Osasuna átti að fara fram 8. mars en var frestað vegna skyndilegs andláts liðslæknis hjá Barcelona.

Viðureigninni var frestað til 27. mars, dagsins í dag, og hófst aðeins 42 klukkustundum eftir lokaflautið í stórleik Brasilíu gegn Argentínu í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM.

Raphinha var í byrjunarliði Brasilíu gegn Argentínu og var því ekki með í hópnum í dag, en varnarjaxlinn Araújo heimtaði að vera með þar sem hann fékk fjórar auka klukkustundir í hvíld.

Araújo lék með Úrúgvæ gegn Bólivíu fjórum tímum fyrir upphafsflautið í Argentínu. Honum líður vel eftir langt flug yfir Atlantshafið og krafðist þess að vera með í hópnum í kvöld.

Araújo er 26 ára gamall og hefur spilað 162 leiki fyrir Barca. Hann hefur ekki spilað mikið á yfirstandandi tímabili vegna meiðsla og á rúmlega sex ár eftir af samningi sínum við félagið.

Hann sat á bekknum í kvöld og horfði á liðsfélaga sína sigra 3-0 gegn Osasuna.

Barcelona er á toppi spænsku deildarinnar, með þriggja stiga forystu á Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner