Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
banner
   fim 27. mars 2025 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Selfoss rúllaði yfir KH
Gumma var í byrjunarliðinu með fyrirliðabandið og skoraði fimmta mark Selfyssinga í stórsigrinum.
Gumma var í byrjunarliðinu með fyrirliðabandið og skoraði fimmta mark Selfyssinga í stórsigrinum.
Mynd: Selfoss
KH 0 - 6 Selfoss
0-1 Embla Dís Gunnarsdóttir ('17)
0-2 Björgey Njála Andreudóttir ('41)
0-3 Védís Ösp Einarsdóttir ('42)
0-4 Embla Dís Gunnarsdóttir ('45, víti)
0-5 Guðmunda Brynja Óladóttir ('77)
0-6 Katrín Ágústsdóttir ('88)

KH tók á móti Selfossi á Valsvelli í fyrri leik kvöldsins í C-deild Lengjubikars kvenna.

Selfoss var sterkari aðilinn og vann þægilegan sigur þar sem gestirnir leiddu með fjórum mörkum í leikhlé.

Embla Dís Gunnarsdóttir skoraði fyrsta markið á sautjándu mínútu og skiptu Selfyssingar um gír skömmu fyrir leikhlé.

Björgey Njála Andreudóttir, fædd 2010, skoraði laglegt mark á 41. mínútu áður en Védís Ösp Einarsdóttir tvöfaldaði forystuna rétt rúmri mínútu síðar. Embla Dís setti svo fjórða markið úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot innan vítateigs hjá KH.

Guðmunda Brynja Óladóttir setti fimmta mark Selfyssinga eftir fyrirgjöf á 77. mínútu áður en Katrín Ágústsdóttir setti sjötta og síðasta markið eftir að hafa komið inn af bekknum.

Lokatölur 0-6 fyrir Selfoss sem er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í C-deildinni og markatöluna 23-1. KH er með þrjú stig eftir fimm umferðir og hefur lokið keppni í Lengjubikarnum í ár.



KH Særún Erla Jónsdóttir (m), Hafdís María Einarsdóttir, Ása Kristín Tryggvadóttir, Rihane Aajal, Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Arna Ósk Arnarsdóttir, Selma Dís Scheving, Auður Björg Ármannsdóttir, Ísold Hallfríðar Þórisdóttir, Sigrún Björk Baldursdóttir, Laufey Halla Sverrisdóttir
Varamenn Auður Ísold Hilmarsd. Kjerúlf, Ziza Alomerovic, Irena Ósk Bedia Skúladóttir, Tera Viktorsdóttir, Helga Nína Haraldsdóttir

Selfoss Karen Rós Torfadóttir (m), Guðmunda Brynja Óladóttir, Embla Dís Gunnarsdóttir, Brynja Líf Jónsdóttir, Björgey Njála Andreudóttir, Lovísa Guðrún Einarsdóttir, Anna Laufey Gestsdóttir, Védís Ösp Einarsdóttir, Magdalena Anna Reimus, Eva Lind Elíasdóttir, Ásdís Erla Helgadóttir
Varamenn Katrín Ágústsdóttir, Rán Ægisdóttir, Katrín Rúnarsdóttir, Olga Lind Gestsdóttir
Athugasemdir
banner