Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fim 27. mars 2025 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Snéru dæminu við og slógu Man City út
Mynd: EPA
Sandy Baltimore skoraði og lagði upp.
Sandy Baltimore skoraði og lagði upp.
Mynd: EPA
Chelsea 3 - 0 Manchester City (3-2 samanlagt)
1-0 Sandy Baltimore ('14)
2-0 Nathalie Björn ('38)
3-0 Mayra Ramirez ('43)

Chelsea og Manchester City, tvö af sterkustu liðum enska kvennaboltans, mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Man City vann fyrri leikinn óvænt 2-0 á heimavelli og því þurfti Chelsea að klífa nokkuð bratta brekku í kvöld.

Brekkan reyndist þó ekki sérlega brött þar sem heimakonum í Chelsea tókst að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik.

Sandy Baltimore, Nathalie Björn og Mayra Ramirez skoruðu mörkin eftir stoðsendingar frá Baltimore, Lucy Bronze og Lauren James.

Chelsea var talsvert sterkara liðið í fyrri hálfleik þó að gestirnir frá Manchester hafi einnig fengið sín færi.

Heimakonur gerðu mjög vel að drepa leikinn niður í síðari hálfleik. Þær gáfu ekki færi á sér og tókst að sigla sigrinum þægilega í höfn, lokatölur 3-2 samanlagt eftir frábæra spilamennsku í kvöld.

Chelsea mætir Barcelona í gífurlega spennandi undanúrslitaleik, á meðan Arsenal spilar við Lyon í hinum undanúrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner