Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fim 27. mars 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barca ekki í vandræðum með Osasuna
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Barcelona 3 - 0 Osasuna
1-0 Ferran Torres ('11)
2-0 Dani Olmo ('21, víti)
3-0 Robert Lewandowski ('77)

Barcelona tók á móti Osasuna í eina leik spænska boltans í kvöld og komst í tveggja marka forystu í fyrri hluta fyrri hálfleiks.

Ferran Torres hefur verið í miklu stuði á tímabilinu og skoraði hann fyrsta mark leiksins á elleftu mínútu. Hann hefur þá komið að 22 mörkum í öllum keppnum með Barcelona og spænska landsliðinu á tímabilinu.

Dani Olmo tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar og hélst staðan 2-0 allt þar til í seinni hluta síðari hálfleiks, þegar pólska markavélin Robert Lewandowski fékk að spreyta sig.

Lewandowski hefur verið að glíma við meiðsli og var því ekki í byrjunarliðinu, en þessi 36 ára gamli framherji kom inn af bekknum í kvöld og var búinn að innsigla sigur Börsunga með marki níu mínútum síðar.

Lokatölur 3-0 og er Barcelona með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Liðið virðist vera óstöðvandi undir stjórn Hansi Flick.

Osasuna er í neðri hlutanum, sex stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 32 23 4 5 88 32 +56 73
2 Real Madrid 31 20 6 5 64 31 +33 66
3 Atletico Madrid 32 18 9 5 53 27 +26 63
4 Athletic 31 15 12 4 49 25 +24 57
5 Villarreal 30 14 9 7 53 40 +13 51
6 Betis 31 13 9 9 42 39 +3 48
7 Mallorca 32 12 8 12 31 37 -6 44
8 Celta 32 12 7 13 47 49 -2 43
9 Vallecano 32 10 11 11 35 39 -4 41
10 Real Sociedad 31 12 5 14 30 34 -4 41
11 Getafe 32 10 9 13 31 29 +2 39
12 Osasuna 31 8 14 9 36 44 -8 38
13 Valencia 32 9 11 12 36 48 -12 38
14 Espanyol 31 10 8 13 34 40 -6 38
15 Sevilla 31 9 9 13 34 42 -8 36
16 Girona 31 9 7 15 38 48 -10 34
17 Las Palmas 32 8 8 16 38 52 -14 32
18 Alaves 31 7 9 15 33 45 -12 30
19 Leganes 32 6 11 15 29 48 -19 29
20 Valladolid 31 4 4 23 21 73 -52 16
Athugasemdir
banner