
Stjarnan verður í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit Borgunarbikarsins. Liðið vann Víking Ólafsvík í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.
Lestu um leikinn: Stjarnan 9 - 8 Víkingur Ó.
„Það er búið að vera mikið álag en við erum með þannig mannskap að við getum dreift álaginu vel. Það var kærkomið að geta dreift þessu," sagði Rúnar eftir leikinn.
„Hann stóð sig frábærlega í þessum leik og var mjög öruggur," sagði Rúnar um frammistöðu markvarðarins unga, Harðar Fannar Björgvinssonar sem varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni.
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir