Nikolaj Hansen hefur verið virkilega mikilvægur fyrir Víking frá komu sinni til félagsins sumarið 2017. Danski framherjinn hefur samkvæmt Transfermarkt spilað 195 leiki með Víkingi, í þeim hefur hann skorað 74 mörk og lagt upp 17.
Víkingur mætir Stjörnunni í kvöld og er Stjarnan það lið sem Nikolaj hefur oftast skorað gegn. Hann hefur mætt Stjörnunni 19 sinnum á ferlinum, skorað 11 mörk og lagt upp þrjú. Tvö af mörkunum skoraði hann sem leikmaður Vals.
Víkingur mætir Stjörnunni í kvöld og er Stjarnan það lið sem Nikolaj hefur oftast skorað gegn. Hann hefur mætt Stjörnunni 19 sinnum á ferlinum, skorað 11 mörk og lagt upp þrjú. Tvö af mörkunum skoraði hann sem leikmaður Vals.
FH er það lið sem Nikolaj hefur ofast unnið en hann hefur unnið FH 12 sinnum á ferli sínum í 20 leikjum og skorað níu mörk.
Sigurhlutfall Nikolaj gegn Stjörnunni er þó ekkert sérstakt. Sigrarnir eru einungis sjö í 19 leikjum, fjögur jafntefli og átta töp.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og fer fram á Samsungvellinum.
fimmtudagur 27. júní
18:00 Vestri-Fram (Kerecisvöllurinn)
19:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
19:15 KR-Fylkir (Meistaravellir)
föstudagur 28. júní
18:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 ÍA-Valur (ELKEM völlurinn)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
Athugasemdir