Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fös 28. mars 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Albönsk landsliðskona í Gróttu (Staðfest) - Systkini sameinast
Lengjudeildin
Mynd: Grótta
Grótta hefur gert samning við grísk-albönsku fótboltakonuna Maria Baska.

Maria gerir tveggja ára samning við Gróttu en hún er 24 ára framherji sem á landsleiki að baki fyrir A-landslið Albaníu.

Maria er fædd í Grikklandi en kaus að spila fyrir albanska landsliðið. Hún hefur komið víða við á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur, þar sem hún lék með Omonia í Kýpur, Vllaznia í Albaníu og Trabzonspor í Tyrklandi, auk Asteras Tripolis í Grikklandi.

Hún öðlaðist reynslu í Meistaradeild Evrópu þegar hún lék fyrir Vllaznia og gæti orðið mikill liðsstyrkur fyrir Gróttu sem stefnir á að vera í toppbaráttu Lengjudeildarinnar í ár líkt og í fyrra.

Bróðir hennar Leonidas Baskas er fæddur 2004 og skoraði 4 mörk í 9 leikjum með Kríu í 4. deildinni í fyrra. Hann á einn leik að baki með Gróttu í Lengjudeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner