Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fös 28. mars 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er efstur á óskalistanum ef Postecoglou missir starfið
Andoni Iraola.
Andoni Iraola.
Mynd: EPA
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, er efstur á óskalista Tottenham ef félagið tekur ákvörðun um að reka Ange Postecolgou úr starfi. Þetta herma heimildir The Athletic sem þykir býsna áreiðanlegur miðill.

Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Tottenham og er starf Postecoglou í óvissu. Spurs situr þessa stundina í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Hinn 42 ára gamli Iraola hefur staðið sig afar vel hjá Bournemouth eftir að hann tók við liðinu sumarið 2023 og hefur liðið spilað skemmtilegan fótbolta.

Bournemouth er tíu stigum á undan Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Marco Silva og Thomas Frank eru líka stjórar sem Tottenham hefur áhuga á, en Iraola er efsta nafn á blaði.
Athugasemdir
banner
banner
banner