Jana, dóttir fótboltagoðsagnarinnar Diego Maradona, gekk út úr dómsalnum þegar farið var yfir kvalarfullan dauða föður hennar og í fyrsta sinn sýndar myndir af stöðunni á líffærum hans.
Maradona lést 60 ára gamall eftir hjartaáfall árið 2020 en hann upplifði gríðarlega kvalir síðustu tólf tímana þar sem hann átti í erfiðleikum með að anda eftir að hjarta hans bólgnaði upp í tvöfalda stærð.
Maradona lést 60 ára gamall eftir hjartaáfall árið 2020 en hann upplifði gríðarlega kvalir síðustu tólf tímana þar sem hann átti í erfiðleikum með að anda eftir að hjarta hans bólgnaði upp í tvöfalda stærð.
„Vatnið sem hann hafði í kviðnum, í báðum brjóstholum og í hjarta hans var ekki eðlilegt; það myndast ekki á einum degi eða klukkutíma. Það hefur verið að myndast í nokkra daga," sagði réttarsérfræðingurinn Carlos Mauricio Casinelli sem heldur því fram að þetta hefðu læknar Maradona átt að vera búnir að sjá fyrir.
Réttarhöld yfir þeim sjö sem önnuðust fótboltagoðsögnina Maradona síðustu ævidaga hans standa yfir. Fjölskylda hans hefur sakað lækna sem sáu um hann um vanrækslu og telur að þeir beri ábyrgð á andlátinu.
Maradona var stórkostlegur fótboltamaður, var stjarnan í sigri Argentínu á HM 1986, en líf hans utan vallar vakti líka mikla athygli. Hann var í slagtogi með mafíunni í Napoli og var háður alkahóli og kókaíni.
Athugasemdir