Harry Redknapp, fyrrum stjóri í ensku úrvalsdeildinni, virtist gefa nasistakveðju eftir að hann sagði brandara sem fjallaði um að Thomas Tuchel landsliðsþjálfari Englands væri „þýskur njósnari“.
Það vakti athygli þegar Þjóðverji var ráðinn landsliðsþjálfari Englands en undir stjórn Tuchel vann liðið Albaníu og Lettland í fyrstu leikjum við stjórnvölinn.
Það vakti athygli þegar Þjóðverji var ráðinn landsliðsþjálfari Englands en undir stjórn Tuchel vann liðið Albaníu og Lettland í fyrstu leikjum við stjórnvölinn.
Redknapp, sem er 78 ára, er fyrrum stjóri Portsmouth, Tottenham og West Ham og kom fram á viðburði í London í tenglum við landsleikina og var spurður út Tuchel.
„Í hreinskilni sagt þá held ég að hann sé þýskur njósnari. Hann hefur verið sendur til að útrýma okkur. Hann er eins og Haw-Haw lávarður í stríðinu," grínaðist Redknapp með og uppskar hlátur í salnum.
Ummælin hafa orðið að fjölmiðlafóðri eftir að Guardian birti myndband frá viðburðinum og sitt sýnist hverjum í umræðu á samfélagsmiðlum. BBC hefur beðið Redknapp um að svara fyrir þennan brandara sinn.
Tuchel var sjálfur spurður út í það nýlega hvernig væri að vera þýskur og þjálfa enska landsliðið.
„Það er spennandi en að vissu leyti súrrealískt. Það er mikill heiður og ég er mjög stoltur af því. Það er sérstakur heiður að fá þetta tækifæri sem erlendur þjálffari. Með hverjum degi er ég ánægðari með að hafa tekið þetta starf," sagði Tuchel.

Athugasemdir