Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fös 28. mars 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo gæti skipt um félag til að spila á HM
Mynd: EPA
HM félagsliða verður haldið með breyttu sniði í ár. Í fyrsta sinn verður mótið líkt heimsmeistaramóti landsliða sem fer fram fjórða hvert ár.

32 félagslið mæta til leiks í 8 riðla og verður mótið í gangi frá 14. júní til 13. júlí.

Aðeins tvö félög frá hverri þjóð mega taka þátt og eru Manchester City og Chelsea ensku liðin sem taka þátt.

Lionel Messi verður með Inter Miami á mótinu og hafa fótboltaunnendur víða um heim verið að spyrja sig hvort Cristiano Ronaldo sé að íhuga félagaskipti til að taka þátt.

Ronaldo er leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu en Al-Hilal er eina sádi-arabíska félagið sem tekur þátt á HM.

Ronaldo er 40 ára gamall og verður líklega búinn að leggja skóna á hilluna þegar næsta HM ber að garði sumarið 2029. Þetta er því mögulega hans eina tækifæri til að taka þátt í þessu móti.

Ronaldo rennur út á samningi hjá Al-Nassr í sumar og gæti íhugað að skipta um félag til að spila á HM.

Ólíklegt er að hann gangi til liðs við evrópskt félag en það er alls ekki útilokað að Ronaldo skipti yfir til Al-Hilal eða reyni fyrir sér hjá Seattle Sounders í Bandaríkjunum.

Önnur félög á borð við Al-Ahly, Monterrey og Al-Ain hafa einnig verið nefndir sem mögulegir áfangastaðir fyrir Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner